Ekki verður fjölgað í Landsrétti í bili Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. apríl 2019 08:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra frá því í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Ernir Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars. Eins og greint var frá í gær ætla stjórnvöld að leita endurskoðunar á dóminum til efri deildar MDE. „Ég mun áfram skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir. Í því felst að ekki verður lagt fram frumvarp um fjölgun dómara við Landsrétt að svo stöddu eða teknar ákvarðanir um aðrar útfærslur vegna Landsréttar að svo stöddu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra í svari til Fréttablaðsins. Stjórnarformaður dómstólasýslunnar telur afar brýnt að brugðist verði við vanda Landsréttar án tafa, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Dráttur fari að verða á meðferð mála við dóminn og vandinn verði erfiður viðureignar fái hann að vinda upp á sig. Í tilkynningu í gær sagði dómsmálaráðherra að málinu verði vísað til efri deildar MDE í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni það snerti hér á landi. „Málið snertir mikilvæga hagsmuni hér á landi enda snertir dómur MDE dómsvaldið á Íslandi og íslenska stjórnskipan,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um til hvaða mikilvægu hagsmuna ráðherra sé að vísa. Hún tíundar þá hagsmuni ekki frekar. Í svarinu segir ráðherra einnig að málið veki veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Dómurinn hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evrópu hvað varðar spurningar um það hvort skipan dómstóla sé ákveðin með lögum í þeim skilningi sem lagður er til grundvallar í niðurstöðu meirihlutans. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ekki verður brugðist við vanda Landsréttar að svo stöddu en fjórir dómarar af fimmtán taka ekki þátt í dómstörfum við réttinn eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu, MDE, kvað upp dóm í Landsréttarmálinu 12. mars. Eins og greint var frá í gær ætla stjórnvöld að leita endurskoðunar á dóminum til efri deildar MDE. „Ég mun áfram skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir. Í því felst að ekki verður lagt fram frumvarp um fjölgun dómara við Landsrétt að svo stöddu eða teknar ákvarðanir um aðrar útfærslur vegna Landsréttar að svo stöddu,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra í svari til Fréttablaðsins. Stjórnarformaður dómstólasýslunnar telur afar brýnt að brugðist verði við vanda Landsréttar án tafa, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Dráttur fari að verða á meðferð mála við dóminn og vandinn verði erfiður viðureignar fái hann að vinda upp á sig. Í tilkynningu í gær sagði dómsmálaráðherra að málinu verði vísað til efri deildar MDE í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni það snerti hér á landi. „Málið snertir mikilvæga hagsmuni hér á landi enda snertir dómur MDE dómsvaldið á Íslandi og íslenska stjórnskipan,“ segir Þórdís Kolbrún í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um til hvaða mikilvægu hagsmuna ráðherra sé að vísa. Hún tíundar þá hagsmuni ekki frekar. Í svarinu segir ráðherra einnig að málið veki veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Dómurinn hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evrópu hvað varðar spurningar um það hvort skipan dómstóla sé ákveðin með lögum í þeim skilningi sem lagður er til grundvallar í niðurstöðu meirihlutans.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira