Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Áætlað hefur verið að kostnaður Boeing við kyrrsetningu 737 MAX 8 vélanna á heimsvísu nemi milljarði dala. Fyrirtækið kunni að þurfa að greiða mismun á rekstrarkostnaði og leigu nýrra véla. Fréttablaðið/Anton Brink Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Erlendir sérfræðingar telja líklegt að flugvélaframleiðandinn Boeing muni þurfa að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði hinna kyrrsettu Boeing MAX 8 véla fyrirtækisins og þeirra véla sem flugfélög þurfa að nota í millitíðinni. Sömuleiðis er talið að Boeing verði krafið um leigukostnað á vélum meðan MAX 8 eru kyrrsettar. Flugfélög muni í það minnsta eiga kröfu á hendur framleiðandanum. Sú krafa gæti verið svimandi há. Icelandair segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að ekki liggi fyrir hvernig Boeing komi til móts við félagið. Ken Herbert, greinandi hjá Canaccord, dró upp þá sviðsmynd nýverið í Japan Times að í besta falli muni kyrrsetningin vélanna vara í sex til átta vikur. Áætlaði hann kostnað Boeing við að dekka rekstrarmismun og leigukostnað þeirra flugfélaga sem eru með hátt í 350 MAX 8 vélar á jörðinni yfir það tímabil um einn milljarð Bandaríkjadala, eða sem nemur nærri 120 milljörðum íslenskra króna. Í næstu viku verður kominn mánuður síðan vélarnar voru allar kyrrsettar. Mismunurinn er tilkominn vegna þess að MAX 8 vélarnar eru mjög hagkvæmar í rekstri, sérstaklega með tilliti til þess að þær eru eyðslugrannar á eldsneyti samanborið við aðrar eldri vélar sem mörg félög hafa nú þurft að taka í notkun á ný. Icelandair missti sem kunnugt er þrjár MAX 8 þotur úr leik með kyrrsetningunni en hefur á móti verið að leigja Boeing 767 vélar. Aðspurð um hvort Boeing sé að greiða leiguna á þeim, segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. „Það liggur ekki fyrir hvernig Boeing muni koma til móts við félagið í tengslum við kyrrsetningu MAX-vélanna.“ Enn hefur ekkert opinberlega verið gefið út um niðurstöður rannsókna á vélunum en ýmsir af stærstu fjölmiðlum veraldar, á borð við New York Times og BBC, hafa fjallað um að flest bendi til að slysin tengist galla í tilteknum skynjurum vélanna (e. angle of attack sensors) sem hafi gefið rangar upplýsingar um að halli vélanna hafi verið of brattur þegar hann var í raun eðlilegur. Það hafi aftur orðið til þess að svokallað MCAS-kerfi vélanna hafi leitast við að leiðrétta flugið og þrýst nefi þeirra niður. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðasta mánaðar eru forráðamenn Icelandair að skoða hvernig brugðist verði við ef kyrrsetning MAX 8 vélanna dregst á langinn. Félagið átti von á sex nýjum vélum í ár frá Boeing.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum