Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 20:00 Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Vísir/Baldur Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. Deilt hefur verið um afhendingu nýs Herjólfs. Skipasmíðastöðin segir aukakostnað nema rúmum milljarði en íslenska ríkið neitar að borga rúma fimm milljarða króna fyrir nýja Vestmannaeyjaferju. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í ráðuneyti hans á föstudag. Þeir buðu íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna smíði Herjólfs verði framlengd til þriggja mánaða til að liðka fyrir samningaviðræðum. Deila um afhendingu nýs Herjólfs kom til tals þegar utanríkisráðherra Póllands fundaði með íslenskum starfsbróður sínum í Reykjavík í upphafi mánaðarins. Pólski sendiherrann segir að þrýstingur um að hann myndi beita sér í málinu hafi verið meiri frá Íslendingum en Pólverjum. „Það voru íslenskir þingmenn sem höfðu áhyggjur af flutningum á milli Íslands og hinna fallegu Vestmannaeyja,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og bætir við: „Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar.“Um borð í nýjum Herjólfi.Mynd/Andrés SigurðssonEkki samningafundur Sendiherrann las úr bréfi frá pólsku skipasmíðastöðinni fyrir fréttastofu þar sem fram kom ánægja með fund þeirra með íslenska samgönguráðherranum. „Þetta er bréf til samgönguráðherrans ykkar og nú bíðum við eftir að Íslendingar taki næsta skref,“ segir Gerard. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, segir að hann hafi bent Pólverjunum á að fundurinn væri ekki samningafundur. „Í okkar kerfi er það Vegagerðin sem er með þetta verkefni og ég ætlaðist til að þeir tveir aðilar myndu koma sér saman um niðurstöðu og afhenda skipið sem fyrst og ganga frá þeim greiðslum sem þar af út af standa,“ segir Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Samningar standi Sigurður Ingi segir að samningar um smíði Herjólfs standi og þar sé tekið á öllum þeim breytingum sem hafi verið gerðar í smíðaferlinu. „Séu einhverjar aðrar kröfur upp á borðinu voru menn sammála um að það færi þá fyrir gerðardóm, það er hin eðlilega leið,“ segir ráðherra.Þannig að það er annaðhvort fjórir milljarðar eða gerðardómur? Menn eru ekkert að ræða saman um eitthvað þar á milli? „Að sjálfsögðu eru menn að tala saman. Það eru liðnar nokkrar vikur frá því að mér skilst að menn hefðu getað sett punktinn fyrir aftan samningana. Ég vænti þess að menn geri það sem hraðast. Það var að minnsta kosti mín hvatning til þessara aðila á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Herjólfur Samgöngur Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. Deilt hefur verið um afhendingu nýs Herjólfs. Skipasmíðastöðin segir aukakostnað nema rúmum milljarði en íslenska ríkið neitar að borga rúma fimm milljarða króna fyrir nýja Vestmannaeyjaferju. Fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar hittu Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í ráðuneyti hans á föstudag. Þeir buðu íslenska ríkinu að bankaábyrgð vegna smíði Herjólfs verði framlengd til þriggja mánaða til að liðka fyrir samningaviðræðum. Deila um afhendingu nýs Herjólfs kom til tals þegar utanríkisráðherra Póllands fundaði með íslenskum starfsbróður sínum í Reykjavík í upphafi mánaðarins. Pólski sendiherrann segir að þrýstingur um að hann myndi beita sér í málinu hafi verið meiri frá Íslendingum en Pólverjum. „Það voru íslenskir þingmenn sem höfðu áhyggjur af flutningum á milli Íslands og hinna fallegu Vestmannaeyja,“ segir Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi og bætir við: „Ferjan er tilbúin, við getum afhent hana innan mánaðar.“Um borð í nýjum Herjólfi.Mynd/Andrés SigurðssonEkki samningafundur Sendiherrann las úr bréfi frá pólsku skipasmíðastöðinni fyrir fréttastofu þar sem fram kom ánægja með fund þeirra með íslenska samgönguráðherranum. „Þetta er bréf til samgönguráðherrans ykkar og nú bíðum við eftir að Íslendingar taki næsta skref,“ segir Gerard. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, segir að hann hafi bent Pólverjunum á að fundurinn væri ekki samningafundur. „Í okkar kerfi er það Vegagerðin sem er með þetta verkefni og ég ætlaðist til að þeir tveir aðilar myndu koma sér saman um niðurstöðu og afhenda skipið sem fyrst og ganga frá þeim greiðslum sem þar af út af standa,“ segir Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Samningar standi Sigurður Ingi segir að samningar um smíði Herjólfs standi og þar sé tekið á öllum þeim breytingum sem hafi verið gerðar í smíðaferlinu. „Séu einhverjar aðrar kröfur upp á borðinu voru menn sammála um að það færi þá fyrir gerðardóm, það er hin eðlilega leið,“ segir ráðherra.Þannig að það er annaðhvort fjórir milljarðar eða gerðardómur? Menn eru ekkert að ræða saman um eitthvað þar á milli? „Að sjálfsögðu eru menn að tala saman. Það eru liðnar nokkrar vikur frá því að mér skilst að menn hefðu getað sett punktinn fyrir aftan samningana. Ég vænti þess að menn geri það sem hraðast. Það var að minnsta kosti mín hvatning til þessara aðila á föstudaginn,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Herjólfur Samgöngur Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira