Myndavélakerfi þurfi í fiskiskip til að koma í veg fyrir brottkast Sighvatur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 18:45 Eyþór Björnsson fiskistofustjóri. Vísir/Baldur Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór. Sjávarútvegur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Fiskistofustjóri telur myndavélakerfi í skipum og bátum nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að fiski sé kastað aftur í hafið. Alls eru sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts afla. Landhelgisgæslan náði við eftirlit fyrr í mánuðinum myndum af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta. Fiskistofa er að auki með fjögur önnur mál vegna brottkasts til skoðunar. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með langdrægan sjónauka og taka myndbönd í gegnum það sem hefur gefið glettilega góða raun. Þar höfum við séð mjög sterkar vísbendingar um brottkast á grunnslóð,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.Í myndbandi Landhelgisgæslunnar má sjá skipverja kasta fiski fyrir borð.SkjáskotLangdrægir sjónaukar duga skammt Þótt sjónaukarnir séu langdrægir duga þeir eingöngu til að fylgjast með skipum nærri landi. „Við náum ekki til þessara skipa sem eru fjær landi. Þess vegna horfir maður til mögulegs ávinning af því að nota myndavélaeftirlitið,“ segir Eyþór fiskistofustjóri. Hann vonar að Fiskistofa fái heimild til að setja eftirlitsmyndavélar um borð í fiskiskip því raunin sýni að þörf sé á því. Eyþór telur myndavélakerfi um borð í fiskiskipum vera hagkvæmustu og bestu leiðina til að ná raunverulegum árangri í eftirliti með brottkasti. Málið sé á borði ráðherra og stýrihóps sem endurskoðar reglur í kjölfar skýrslu ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Fiskistofustjóri segir mikilvægt að geta sagt með áreiðanlegum hætti hvort brottkast sé til staðar eður ei og hvert umfang þess er. Eyþór telur ekki einsýnt að brottkast sé að aukast. „Möguleikarnir að upplýsa um það eru að aukast. Við sjáum þessar myndir sem Landhelgisgæslan hefur náð. Þetta er frábær viðbót við eftirlit og brýnt að gera meira af þessu,“ segir Eyþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira