Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 18:25 Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. AP Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. Kjörstöðum var lokað klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. Þá hlýtur Lýðflokkurinn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn 17,8% sem er lakasta útkoman í kosningum í sögu flokksins að því er BBC greinir frá. Hægriöfgaflokkurinn Vox fær samkvæmt þessu 12,1% atkvæða, flokkurinn Við getum fær 16,1% og Borgarar 14,4% samkvæmt útgönguspá. Viðlíka sundrung og ríkt hefur að undanförnu í spænskum stjórnmálum hefur vart sést á síðustu árum og þykir líklegt að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Kjörstaðir opnuðu í morgun en fimm flokkar börðust um atkvæði kjósenda. Á vinstri vængnum sækist Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, og flokkurinn Podemos, eða „Við getum”, eftir því að mynda saman ríkisstjórn.Kjörsókn var með ágætum á Spáni í dag.APÁ hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgarar tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem sótt hefur í sig veðrið í aðdraganda kosninga, en flokkurinn lýsir sig andvígan fjölmenningu og femínisma og hefur hótað að binda endi á sjálfstjórnarhéruð á Spáni á borð við Katalóníu. „Eftir klukkan átta í kvöld, þegar kjörkassar verða opnaðir og atkvæðin talin, þurfa allir flokkar að virða niðurstöður kosninganna, standa vörð um lýðræðið, standa vörð um þjóðina og standa vörð um einingu meðal Spánverja,” sagði Santiago Abascal, leiðtogi Vox, í samtali við spænska fjölmiðla eftir að hafa greitt atkvæði.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.Síðustu útgönguspár spænskra fjölmiðla gerðu ráð fyrir að Vox gæti fengið um 11% atkvæða, Sósíalistar 30%, Lýðflokkurinn um 20% og „Við getum” og Borgarar um 14% hvor. Aftur á móti höfðu um fjórir af hverjum tíu kjósendum ekki gert upp hug sinn samkvæmt síðustu spám fyrir kosningarnar. Kjörsókn var 60,7% tveimur tímum fyrir lokun kjörstaða sem er nokkuð betra en á sama tíma í kosningunum 2016 þegar hún var 51,2%. Líklegt þykir að erfitt geti reynst að mynda stjórn en ennþá á eftir að klára að telja upp úr kjörkössunum.Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. Kjörstöðum var lokað klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma. Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez er sigurvegari kosninganna samkvæmt fyrstu útgönguspá með 28,1% atkvæða. Þá hlýtur Lýðflokkurinn sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn 17,8% sem er lakasta útkoman í kosningum í sögu flokksins að því er BBC greinir frá. Hægriöfgaflokkurinn Vox fær samkvæmt þessu 12,1% atkvæða, flokkurinn Við getum fær 16,1% og Borgarar 14,4% samkvæmt útgönguspá. Viðlíka sundrung og ríkt hefur að undanförnu í spænskum stjórnmálum hefur vart sést á síðustu árum og þykir líklegt að erfitt verði að mynda ríkisstjórn. Kjörstaðir opnuðu í morgun en fimm flokkar börðust um atkvæði kjósenda. Á vinstri vængnum sækist Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra, og flokkurinn Podemos, eða „Við getum”, eftir því að mynda saman ríkisstjórn.Kjörsókn var með ágætum á Spáni í dag.APÁ hægri vængnum gætu Lýðflokkurinn og Borgarar tekið höndum saman við hægriöfgaflokkinn Vox sem sótt hefur í sig veðrið í aðdraganda kosninga, en flokkurinn lýsir sig andvígan fjölmenningu og femínisma og hefur hótað að binda endi á sjálfstjórnarhéruð á Spáni á borð við Katalóníu. „Eftir klukkan átta í kvöld, þegar kjörkassar verða opnaðir og atkvæðin talin, þurfa allir flokkar að virða niðurstöður kosninganna, standa vörð um lýðræðið, standa vörð um þjóðina og standa vörð um einingu meðal Spánverja,” sagði Santiago Abascal, leiðtogi Vox, í samtali við spænska fjölmiðla eftir að hafa greitt atkvæði.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.Síðustu útgönguspár spænskra fjölmiðla gerðu ráð fyrir að Vox gæti fengið um 11% atkvæða, Sósíalistar 30%, Lýðflokkurinn um 20% og „Við getum” og Borgarar um 14% hvor. Aftur á móti höfðu um fjórir af hverjum tíu kjósendum ekki gert upp hug sinn samkvæmt síðustu spám fyrir kosningarnar. Kjörsókn var 60,7% tveimur tímum fyrir lokun kjörstaða sem er nokkuð betra en á sama tíma í kosningunum 2016 þegar hún var 51,2%. Líklegt þykir að erfitt geti reynst að mynda stjórn en ennþá á eftir að klára að telja upp úr kjörkössunum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Tengdar fréttir Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Spáir stöðugleika framundan á Spáni Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika. 26. apríl 2019 20:00
Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39
Hægriöfgaflokkur gæti komist í ríkisstjórn á Spáni Andfemínískur popúlískur öfgahægriflokkur gæti fengið að minnsta kosti rúm 10% atkvæða í þingkosningunum á sunnudag. 26. apríl 2019 17:15