Írski lýðveldisherinn sér Brexit sem tækifæri Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 10:26 Frá útför Lyru McKee, blaðakonunnar sem Nýi írski lýðveldisherinn hefur viðurkennt að hafa drepið. Vísir/EPA Yfirvofandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur gefið írskum þjóðernissinnum á Norður-Írlandi tækifæri til að minna á baráttu sína gegn yfirráðum Breta. Þetta segir forysta Nýja írska lýðveldishersins við breska blaðið Sunday Times. Norður-Írland hefur verið í brennidepli vegna útgöngunnar. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við ESB er sá sem varðar svonefnda baktryggingu á Írlandi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæraeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Óttast hefur verið að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands gæti kynnt aftur undir trúardeilum á milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi og að þau gætu ógnað friðarsamkomulaginu sem skrifað var undir á föstudaginn langa árið 1998. Nú segja leiðtogar Nýja írska lýðveldishersins, eins nokkurra lítilla hópa sem er andsnúinn friðarsamningnum og berjast gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi, að Brexit sé tækifæri fyrir þá. „Brexit hefur neytt IRA til þess að einbeita sér aftur og undirstrikað að Írland er enn sundrað. Það væri kæruleysi af okkur að nýta okkur ekki þetta tækifæri. Þetta hefur sett landamærin aftur á dagskrána,“ hefur Sunday Times eftir einum leiðtoga samtakanna. Nýi írski lýðveldisherinn hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á morðinu á Lyru McKee, 29 ára gamalli blaðakonu, í Londonderry í síðustu viku. McKee fylgdist með óeirðum þar sem liðsmenn samtakanna skutu á lögreglumenn þegar hún varð sjálf fyrir skoti.Reuters-fréttastofan segir að samtökin séu mun minni en upphaflegi Írski lýðveldisherinn sem afvopnaðist eftir friðarsamningana. Nýi írski lýðveldisherinn var stofnaður árið 2012 með samruna þriggja af fjórum helstu samtökum írskra þjóðernissinna. „Svo lengi sem Bretar eru á Írlandi og landið er hlutað í sundur verður IRA til staðar,“ hefur blaðið eftir leiðtoga hópsins. Bretland Brexit Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. 23. apríl 2019 11:11 Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23. apríl 2019 07:18 Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Yfirvofandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur gefið írskum þjóðernissinnum á Norður-Írlandi tækifæri til að minna á baráttu sína gegn yfirráðum Breta. Þetta segir forysta Nýja írska lýðveldishersins við breska blaðið Sunday Times. Norður-Írland hefur verið í brennidepli vegna útgöngunnar. Umdeildasti hluti útgöngusamnings Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, við ESB er sá sem varðar svonefnda baktryggingu á Írlandi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundið landamæraeftirlit á mörkum Írlands og Norður-Írlands. Óttast hefur verið að hörð landamæri á milli Norður-Írlands og Írlands gæti kynnt aftur undir trúardeilum á milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi og að þau gætu ógnað friðarsamkomulaginu sem skrifað var undir á föstudaginn langa árið 1998. Nú segja leiðtogar Nýja írska lýðveldishersins, eins nokkurra lítilla hópa sem er andsnúinn friðarsamningnum og berjast gegn yfirráðum Breta á Norður-Írlandi, að Brexit sé tækifæri fyrir þá. „Brexit hefur neytt IRA til þess að einbeita sér aftur og undirstrikað að Írland er enn sundrað. Það væri kæruleysi af okkur að nýta okkur ekki þetta tækifæri. Þetta hefur sett landamærin aftur á dagskrána,“ hefur Sunday Times eftir einum leiðtoga samtakanna. Nýi írski lýðveldisherinn hefur viðurkennt að hafa borið ábyrgð á morðinu á Lyru McKee, 29 ára gamalli blaðakonu, í Londonderry í síðustu viku. McKee fylgdist með óeirðum þar sem liðsmenn samtakanna skutu á lögreglumenn þegar hún varð sjálf fyrir skoti.Reuters-fréttastofan segir að samtökin séu mun minni en upphaflegi Írski lýðveldisherinn sem afvopnaðist eftir friðarsamningana. Nýi írski lýðveldisherinn var stofnaður árið 2012 með samruna þriggja af fjórum helstu samtökum írskra þjóðernissinna. „Svo lengi sem Bretar eru á Írlandi og landið er hlutað í sundur verður IRA til staðar,“ hefur blaðið eftir leiðtoga hópsins.
Bretland Brexit Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. 23. apríl 2019 11:11 Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23. apríl 2019 07:18 Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Kona á sextugsaldri handtekin í tengslum við dauða McKee Kona á sextugsaldri hefur verið handtekin í tengslum við drápið á norðurírsku blaðakonunni Lyru McKee. 23. apríl 2019 11:11
Nýi írski lýðveldisherinn tekur ábyrgð á drápinu á Lyru McKee Nýi írski lýðveldisherinn hefur tekið ábyrgðina á drápinu á blaðakonunni Lyru McKee sem var skotin í höfuðið á fimmtudaginn var þegar hún var að fylgjast með óeirðum í hverfi í norður-írsku borginni Londonderry. 23. apríl 2019 07:18
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. 20. apríl 2019 09:45
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00