Heimilismenn með sín eigin gæludýr á Ási í Hveragerði 27. apríl 2019 19:45 Hænur, kettir og hundar gleðja heimilismenn alla daga á dvalar og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði en þar er heimilisfólki er leyft að vera með sín eigin gæludýr á heimilinu. Ás er Eden heimili, sem gengur út á að reyna að útrýma einmanaleika, leiða og hjálparleysi. Það var hátíðleg stund nýlega á Ási í Hveragerði þegar heimilið fékk formlega viðurkenningu þess efnis að það væri orðið Eden heimili. Boðið var upp á hátíðardagskrá með ræðum, söng og veitingum „Grunnurinn er að útrýma vanmætti, leiða og einmanaleika og ef við horfum á einstaklinga út frá þessum þremur hugtökum þá erum við að hugsa um vellíðan fólks, ekki bara hvaða sjúkdóma það er með eða hvaða færnisskerðingu það er með, við erum að horfa á styrkleika þeirra og hvað hægt er að gera með hverjum og einum til þess að efla og styrkja viðkomandi til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi“, segir Rannveig Guðnadóttir verkefnisstjóri Eden á Íslandi. Gæludýr eins og hundar og kettir eru hluti af daglegu lífi á Ási, Rúsína er t.d. hundur sem einn heimilismaður á og er með á heimilinu. Dýrin eru mikilvæg. „Þau gefa fólki tækifæri á að hafa hlutverk og gleða og vekja bara mikla kátínu“, segir Steinunn Svanborg Gísladóttir, starfsmaður á Ási og bætir við hvað það sé stórkostlegt að fólkið fái að hafa sín eigin gæludýr inn á heimilinu. Hænurnar fá þó ekki að vera inni á heimilinu, þær eru í sínum hænsnakofa þar sem Fanney Björk Karlsdóttir er hænsnahirðir heimilisins. „Þær hafa vetursetu í Einholti í Ásahreppi en eru núna að koma heim og ætla að vera hér í sumar. Fólkið á heimilinu kemur hingað og sér um hænurnar, nær í eggin og svö bökuðum við náttúrulega úr eggjunum“, segir Fanney Björk. Á Ási eru nokkrir kettir, sem heimilisfólkið dýrkar.Hér er Árný Freyja með eina kisuna hjá sér.Leikskólabörn í Hveragerði eru mjög dugleg að koma í heimsókn.Magnús HlynurForsvarsmenn Áss í Hveragerði og Eden verkefnissins með skjalið, sem staðfestir að heimilið sé formlega orðið Eden heimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hænan Dorrit býr í hænsnakofanum á Ási.Magnús Hlynur Hveragerði Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Hænur, kettir og hundar gleðja heimilismenn alla daga á dvalar og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði en þar er heimilisfólki er leyft að vera með sín eigin gæludýr á heimilinu. Ás er Eden heimili, sem gengur út á að reyna að útrýma einmanaleika, leiða og hjálparleysi. Það var hátíðleg stund nýlega á Ási í Hveragerði þegar heimilið fékk formlega viðurkenningu þess efnis að það væri orðið Eden heimili. Boðið var upp á hátíðardagskrá með ræðum, söng og veitingum „Grunnurinn er að útrýma vanmætti, leiða og einmanaleika og ef við horfum á einstaklinga út frá þessum þremur hugtökum þá erum við að hugsa um vellíðan fólks, ekki bara hvaða sjúkdóma það er með eða hvaða færnisskerðingu það er með, við erum að horfa á styrkleika þeirra og hvað hægt er að gera með hverjum og einum til þess að efla og styrkja viðkomandi til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi“, segir Rannveig Guðnadóttir verkefnisstjóri Eden á Íslandi. Gæludýr eins og hundar og kettir eru hluti af daglegu lífi á Ási, Rúsína er t.d. hundur sem einn heimilismaður á og er með á heimilinu. Dýrin eru mikilvæg. „Þau gefa fólki tækifæri á að hafa hlutverk og gleða og vekja bara mikla kátínu“, segir Steinunn Svanborg Gísladóttir, starfsmaður á Ási og bætir við hvað það sé stórkostlegt að fólkið fái að hafa sín eigin gæludýr inn á heimilinu. Hænurnar fá þó ekki að vera inni á heimilinu, þær eru í sínum hænsnakofa þar sem Fanney Björk Karlsdóttir er hænsnahirðir heimilisins. „Þær hafa vetursetu í Einholti í Ásahreppi en eru núna að koma heim og ætla að vera hér í sumar. Fólkið á heimilinu kemur hingað og sér um hænurnar, nær í eggin og svö bökuðum við náttúrulega úr eggjunum“, segir Fanney Björk. Á Ási eru nokkrir kettir, sem heimilisfólkið dýrkar.Hér er Árný Freyja með eina kisuna hjá sér.Leikskólabörn í Hveragerði eru mjög dugleg að koma í heimsókn.Magnús HlynurForsvarsmenn Áss í Hveragerði og Eden verkefnissins með skjalið, sem staðfestir að heimilið sé formlega orðið Eden heimili.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Hænan Dorrit býr í hænsnakofanum á Ási.Magnús Hlynur
Hveragerði Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira