Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 20:36 Bára Halldórsdóttir furðar sig á nýjustu kröfu Miðflokkskvartettsins. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir hefur birt reikningsyfirlit sitt á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember 2018 og segist ekki hafa neitt að fela. Greint var frá því í dag að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefði farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á umræddu tímabili. „Mér fannst þetta svo mikið bull í þeim,“ segir Bára í samtali við Vísi, innt eftir því af hverju hún hafi ákveðið að birta reikningsyfirlitið. „Ég er hætt að skilja þessa menn. Mér líður eins og ég sé í leiðinlegu forræðismáli.“ Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninga Báru á tímabilinu en hún sendi Vísi yfirlit yfir færslur á tveimur bankareikningum sínum. Strokað hefur verið yfir stöðu og númer reikninganna, nöfn maka og barns auk föðurnafna vina hennar í millifærslunum. Yfirlitin má sjá neðst í fréttinni. Bára lætur jafnframt fylgja útskýringar á nokkrum hæstu greiðslunum. 50 þúsund krónur frá Behcet‘s á Íslandi, samtökum um sjúkdóminn sem Bára er með, voru lagðar inn á reikninginn vegna flugferðar sem hún fór á þeirra vegum. Þá greiddi Sýn hf. Báru 40 þúsund krónur þann 12. desember fyrir myndefni, sem Bára tók á Klaustri þann 20. nóvember, til að nota í fréttum Stöðvar 2.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið.VísirRúmar 300 þúsund krónur frá Tryggingastofnun þann 3. desember samanstandi af örorkubótum og desemberuppbót. Því sé um að ræða hærri greiðslu en vanalega. Þá má rekja 2750 króna greiðslu á Klausturbar þann 20. nóvember til tveggja kaffibolla og kokteils sem hún keypti sér á staðnum umrætt kvöld, að sögn Báru. „Ég er ekki að fá neinar upphæðir frá neinum,“ segir Bára jafnframt í samtali við Vísi. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru. Haft var eftir Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanni Báru Halldórsdóttur í kvöldfréttum RÚV að krafa Miðflokksmanna um aðgang að bankareikningi og yfirliti yfir símtöl og smáskilaboð til og frá Báru væri afar óvenjuleg og varla svaraverð. Ekkert óvenjulegt sé heldur í gögnum frá Báru.Vísir er í eigu Sýnar hf. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Bára Halldórsdóttir hefur birt reikningsyfirlit sitt á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember 2018 og segist ekki hafa neitt að fela. Greint var frá því í dag að lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefði farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru á umræddu tímabili. „Mér fannst þetta svo mikið bull í þeim,“ segir Bára í samtali við Vísi, innt eftir því af hverju hún hafi ákveðið að birta reikningsyfirlitið. „Ég er hætt að skilja þessa menn. Mér líður eins og ég sé í leiðinlegu forræðismáli.“ Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninga Báru á tímabilinu en hún sendi Vísi yfirlit yfir færslur á tveimur bankareikningum sínum. Strokað hefur verið yfir stöðu og númer reikninganna, nöfn maka og barns auk föðurnafna vina hennar í millifærslunum. Yfirlitin má sjá neðst í fréttinni. Bára lætur jafnframt fylgja útskýringar á nokkrum hæstu greiðslunum. 50 þúsund krónur frá Behcet‘s á Íslandi, samtökum um sjúkdóminn sem Bára er með, voru lagðar inn á reikninginn vegna flugferðar sem hún fór á þeirra vegum. Þá greiddi Sýn hf. Báru 40 þúsund krónur þann 12. desember fyrir myndefni, sem Bára tók á Klaustri þann 20. nóvember, til að nota í fréttum Stöðvar 2.Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið.VísirRúmar 300 þúsund krónur frá Tryggingastofnun þann 3. desember samanstandi af örorkubótum og desemberuppbót. Því sé um að ræða hærri greiðslu en vanalega. Þá má rekja 2750 króna greiðslu á Klausturbar þann 20. nóvember til tveggja kaffibolla og kokteils sem hún keypti sér á staðnum umrætt kvöld, að sögn Báru. „Ég er ekki að fá neinar upphæðir frá neinum,“ segir Bára jafnframt í samtali við Vísi. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru. Haft var eftir Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur lögmanni Báru Halldórsdóttur í kvöldfréttum RÚV að krafa Miðflokksmanna um aðgang að bankareikningi og yfirliti yfir símtöl og smáskilaboð til og frá Báru væri afar óvenjuleg og varla svaraverð. Ekkert óvenjulegt sé heldur í gögnum frá Báru.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01
Tókust á um Klaustursmálið á Evrópuráðsþingi Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði í dag að stíga ætti varlega til jarðar í því að refsa þingmönnum fyrir brot á siðareglum þjóðþinga. 9. apríl 2019 19:00