Engin ummerki um leka til RÚV í tölvupóstum Más Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 19:20 Már Guðmundsson Seðlabankastjóri. fbl/stefán Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins.
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16
Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15