Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2019 14:01 Þingmenn Miðflokksins, þau Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, ræddu ýmis mál á Klaustur eins og frægt er orðið. Vísir Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. Bára segist ekkert hafa að fela og býður þingmönnunum á opinn fund þar sem allir sýna bankareikninga sína.RÚV greindi frá kröfu þingmannanna fjögurra sem hafa verið með erindi inni á borði Persónuverndar síðan í desember. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru.Bára Halldórsdóttir hefur engar áhyggjur af því að þingmennirnir sjái greiðslur til sín. Hún reiknar þá með að þeir verði jafnopnir fyrir því að sýna henni greiðslur til sín.Vísir/Arnar„Ég hef ekki nokkrar áhyggjur,“ segir Bára Halldórsdóttir. Hún er með lausn við kröfu þingmannanna. „Þeir geta haldið fund, komið og sýnt sínar greiðslur og ég mínar. Það verður mjög áhugaverður samanburður.“ Bára telur að erindi þingmannanna tengist mögulega undirbúningi þeirra á einkamáli sem þeir ætli að höfða. Hún sé löngu hætt að skilja hvernig þingmennirnir hugsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir í samtali við Vísi að krafan verði tekin fyrir á stjórnarfundi á mánudaginn. Aðspurð hvort krafa um upplýsingar um millifærslur á reikninga heyri undir Persónuvernd segir hún það einmitt það sem skoðað verði á mánudag. Alls kyns beiðnir berist til Persónuverndar sem taka þurfi afstöðu til. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. Bára segist ekkert hafa að fela og býður þingmönnunum á opinn fund þar sem allir sýna bankareikninga sína.RÚV greindi frá kröfu þingmannanna fjögurra sem hafa verið með erindi inni á borði Persónuverndar síðan í desember. Bára var gestur á Klaustur bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember. Tók hún upp samtöl Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, en auk þeirra sátu tveir þáverandi þingmenn Flokks fólksins við drykk. Þingmennirnir hafa haldið því fram að Bára hafi brugðið sér í dulargervi erlends ferðamanns umrætt kvöld. Þá hafa þeir óskað eftir upptökum úr myndavélum umrætt kvöld og telja hana ekki hafa verið eina að verki. Nýjasta krafan er sú að fá upplýsingar um greiðslur inn á reikning Báru.Bára Halldórsdóttir hefur engar áhyggjur af því að þingmennirnir sjái greiðslur til sín. Hún reiknar þá með að þeir verði jafnopnir fyrir því að sýna henni greiðslur til sín.Vísir/Arnar„Ég hef ekki nokkrar áhyggjur,“ segir Bára Halldórsdóttir. Hún er með lausn við kröfu þingmannanna. „Þeir geta haldið fund, komið og sýnt sínar greiðslur og ég mínar. Það verður mjög áhugaverður samanburður.“ Bára telur að erindi þingmannanna tengist mögulega undirbúningi þeirra á einkamáli sem þeir ætli að höfða. Hún sé löngu hætt að skilja hvernig þingmennirnir hugsi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir í samtali við Vísi að krafan verði tekin fyrir á stjórnarfundi á mánudaginn. Aðspurð hvort krafa um upplýsingar um millifærslur á reikninga heyri undir Persónuvernd segir hún það einmitt það sem skoðað verði á mánudag. Alls kyns beiðnir berist til Persónuverndar sem taka þurfi afstöðu til.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Bára um endurkomu Klaustursþingmanna: „Það sökk svolítið hjartað í mér“ Um tvö hundruð manns komu saman í kuldanum á Austurvelli í dag og kröfðust afsagnar hina svokölluðu Klaustursþingsmanna. 27. janúar 2019 19:45