Samþykkt samninga fagnað Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 08:15 Katrín Jakobsdóttir segir það fagnaðarefni að kjarasamningar hafi verið samþykktir. Fréttablaðið/Ernir „Þarna sjáum við órofa samstöðu atvinnurekenda um þá launastefnu sem mörkuð er í lífskjarasamningnum. Það er ekki hægt að túlka atkvæðagreiðsluna með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Aðildarfélög SA samþykktu samningana með 98 prósentum greiddra atkvæða og var þátttakan um 74 prósent. „Það er mjög ánægjulegt og sendir mjög skýr skilaboð frá atvinnurekendum.“ Nokkur umræða hefur skapast vegna verðhækkana sem einhver fyrirtæki hafa boðað vegna samninganna. „Eitt af yfirmarkmiðum kjarasamningsins er verðstöðugleiki og ég á ekki von á því að almennar hækkanir verði til þess að tefla því markmiði í hættu,“ segir Halldór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni að samningarnir hafi verið samþykktir. „Enda fela þeir í sér heilmikil tíðindi því uppbygging þeirra er nýmæli. Ég vona að þetta feli í sér tækifæri og verði til gæfu fyrir íslenskan almenning og íslenskt launafólk,“ segir Katrín. Hluti af samningunum eru ýmsar aðgerðir stjórnvalda, meðal annars í skatta- og húsnæðismálum auk hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs. „Ég er búin leggja fyrir ríkisstjórn aðgerðaplan þar sem aðgerðum er skipt niður á ráðherra og ráðuneyti. Þetta er einn áfangi á lengri leið þar sem við erum núna að setja mjög mörg verkefni af stað og önnur lengra komin,“ segir Katrín. Hún segist ætla að funda með aðilum vinnumarkaðarins í maímánuði og kynna þeim stöðuna á einstökum verkefnum. Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) samþykktu samninginn. Í heildina voru um 80 prósent hlynnt samningnum en rúm 17 prósent á móti. Í aðeins tveimur félögum var stuðningur við samninginn undir 70 prósentum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, var ánægður með niðurstöðurnar en 77 prósent félagsmanna samþykktu samninginn. „Við erum mjög ánægð að sjá að félagsmenn bera traust til þess að þetta hafi verið ásættanleg niðurstaða og það er auðvitað jákvætt að finna það,“ segir Viðar. Hjá Landssambandi íslenskra verslunarmanna var svipað uppi á teningnum. Þar samþykktu rúm 88 prósent samninginn en tæp tíu prósent vildu hafna honum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR, segist sáttur við afgerandi niðurstöðu. „Þetta er það afgerandi að það er leiðbeinandi niðurstaða um að við séum réttri braut.“ Hann hefur þó áhyggjur af fréttum um verðhækkanir. „Verði þessar hækkanir hjá þessum fyrirtækjum að veruleika munum við bregðast mjög harkalega við þessu vantrausti sem þessi fyrirtæki eru að reyna að mynda með gjá á milli vinnumarkaðarins og okkar sem erum reyna að fara í þessa jákvæðu vegferð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Verslunarmenn samþykktu samninga með miklum meirihluta Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir. 24. apríl 2019 15:22 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. 24. apríl 2019 19:15 Munaði aðeins einu atkvæði hjá Öldunni: „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. 24. apríl 2019 12:17 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þarna sjáum við órofa samstöðu atvinnurekenda um þá launastefnu sem mörkuð er í lífskjarasamningnum. Það er ekki hægt að túlka atkvæðagreiðsluna með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Aðildarfélög SA samþykktu samningana með 98 prósentum greiddra atkvæða og var þátttakan um 74 prósent. „Það er mjög ánægjulegt og sendir mjög skýr skilaboð frá atvinnurekendum.“ Nokkur umræða hefur skapast vegna verðhækkana sem einhver fyrirtæki hafa boðað vegna samninganna. „Eitt af yfirmarkmiðum kjarasamningsins er verðstöðugleiki og ég á ekki von á því að almennar hækkanir verði til þess að tefla því markmiði í hættu,“ segir Halldór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni að samningarnir hafi verið samþykktir. „Enda fela þeir í sér heilmikil tíðindi því uppbygging þeirra er nýmæli. Ég vona að þetta feli í sér tækifæri og verði til gæfu fyrir íslenskan almenning og íslenskt launafólk,“ segir Katrín. Hluti af samningunum eru ýmsar aðgerðir stjórnvalda, meðal annars í skatta- og húsnæðismálum auk hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs. „Ég er búin leggja fyrir ríkisstjórn aðgerðaplan þar sem aðgerðum er skipt niður á ráðherra og ráðuneyti. Þetta er einn áfangi á lengri leið þar sem við erum núna að setja mjög mörg verkefni af stað og önnur lengra komin,“ segir Katrín. Hún segist ætla að funda með aðilum vinnumarkaðarins í maímánuði og kynna þeim stöðuna á einstökum verkefnum. Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) samþykktu samninginn. Í heildina voru um 80 prósent hlynnt samningnum en rúm 17 prósent á móti. Í aðeins tveimur félögum var stuðningur við samninginn undir 70 prósentum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, var ánægður með niðurstöðurnar en 77 prósent félagsmanna samþykktu samninginn. „Við erum mjög ánægð að sjá að félagsmenn bera traust til þess að þetta hafi verið ásættanleg niðurstaða og það er auðvitað jákvætt að finna það,“ segir Viðar. Hjá Landssambandi íslenskra verslunarmanna var svipað uppi á teningnum. Þar samþykktu rúm 88 prósent samninginn en tæp tíu prósent vildu hafna honum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR, segist sáttur við afgerandi niðurstöðu. „Þetta er það afgerandi að það er leiðbeinandi niðurstaða um að við séum réttri braut.“ Hann hefur þó áhyggjur af fréttum um verðhækkanir. „Verði þessar hækkanir hjá þessum fyrirtækjum að veruleika munum við bregðast mjög harkalega við þessu vantrausti sem þessi fyrirtæki eru að reyna að mynda með gjá á milli vinnumarkaðarins og okkar sem erum reyna að fara í þessa jákvæðu vegferð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Verslunarmenn samþykktu samninga með miklum meirihluta Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir. 24. apríl 2019 15:22 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. 24. apríl 2019 19:15 Munaði aðeins einu atkvæði hjá Öldunni: „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. 24. apríl 2019 12:17 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16
Verslunarmenn samþykktu samninga með miklum meirihluta Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir. 24. apríl 2019 15:22
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06
Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. 24. apríl 2019 19:15
Munaði aðeins einu atkvæði hjá Öldunni: „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. 24. apríl 2019 12:17
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði