Hefur áhyggjur af hótunum um verðhækkanir ÍSAM Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. apríl 2019 07:15 Framkvæmdastjóri Bónuss hefur áhyggjur af yfirlýsingum ÍSAM um verðhækkanir. Fréttablaðið/Sigtryggur ari „Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Við eigum eftir að sjá þetta gerast. En það er enginn samnefnari fyrir því að þessu sé bara velt út í verðlagið. Við munum spyrna við fótum eins og við mögulega getum,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um boðaðar verðhækkanir ÍSAM verði kjarasamningar samþykktir. Guðmundur segir að Bónus sé viðkvæmt fyrir hækkunum líkt og þeim sem þar eru boðaðar sökum lágrar álagningar. En á endanum sé það neytenda að velja og hafna með innkaupum sínum. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá boðar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM, sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. Þessu til viðbótar að verð á allri innfluttri vöru muni hækka um 1,9 prósent. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur keppst við að fordæma þessa tilkynningu ÍSAM og segir hana fordæmalausa meðan kosningar um samningana standi enn yfir. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur meðal annars lýst þeim sem ógeðfelldum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að félagsmenn verði hvattir til að sniðganga fyrirtækin og hefur boðað að verðlagseftirlit ASÍ verði eflt. „Málið snýst um það að fyrirtæki eins og Bónus, sem leggur lítið á, er viðkvæmt fyrir svona hækkunartilkynningum. Þess vegna hefur maður áhyggjur af þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um málið. Aðspurður hvort komi til greina að Bónus fari að selja eitthvað annað í staðinn fyrir vörur ÍSAM, segir hann neytendur hafa valdið. „Bónus er til fyrir neytendur og það eru neytendur sem ráða vöruúrvalinu með kaupum sínum. Þeir greiða atkvæði með buddunni. En auðvitað munum við skoða aðrar leiðir. Hvaða vörur er hægt að bjóða upp á, sambærilegar sem munu ekki hækka og eru á góðu verði. Það skiptir okkur máli að spyrna við fótum og skoða hvað sé hægt að gera til að spara kostnað. Er hægt að stækka pantanir? Er hægt að gera hlutina eitthvað öðruvísi en í dag? Þetta snýst allt um það. Hvernig er hægt að einfalda ferlið og þá reyna að panta meira inn og mýkja þessar hækkanir sem hafa verið boðaðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Neytendur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira