Markmiðið er að fara á HM í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 24. apríl 2019 11:00 Sindri Hrafn stefnir á að bæta sig um tvo metra á árinu. Fréttablaðið/getty Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira
Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira