Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Sveinn Arnarsson skrifar 23. apríl 2019 06:15 Frá Finnafirði þar sem uppi eru áform um uppbyggingu umskipunar- og stórskipahafnar. Fréttablaðið/Pjetur Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. Nú hins vegar segir hann ríkið ekki hafa fjárhagslega aðkomu að verkefninu og engu við það að bæta. Hluti af svæði sem nú er á náttúruminjaskrá er inni á framkvæmdasvæði stórskipahafnarinnar. Tugþúsundir fermetra munu fara undir starfsemi í Finnafirði og segir sveitarstjóri Langanesbyggðar, Elías Pétursson, að svæðið á aðalskipulagi sem á að fara undir hafnsækna starfsemi sé stórt og hafi mikla möguleika sem slíkt. Hann segir einnig að vitaskuld muni framkvæmdin hafa neikvæð umhverfisáhrif en á móti komi að samfélagsleg áhrif slíkra framkvæmda yrðu afar jákvæð fyrir svæðið. „Svona stórar framkvæmdir munu að einhverju leyti breyta ásýnd svæðisins og sjónræn áhrif framkvæmdanna verða líkast til einhver. Hins vegar er það alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu á móti hafa afar jákvæð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á byggðirnar hér í kring,“ segir Elías. „Því er mikilvægt að samfélögin fái að skipuleggja sín athafnasvæði til að fjölga störfum á svæðinu og byggja upp öflugt atvinnulíf.“ Verkefnið er ægistórt. Í Finnafirði er gert ráð fyrir miklum landfyllingum, en eins og segir í greinargerð er ekki hægt að áætla magn fyrr en hönnun liggur fyrir. Að mati Umhverfisstofnunar er umhugsunarvert að verið er að áætla miklar landfyllingar vegna iðnaðar og hafnarsvæðis á landsvæði sem er í dag að mestu leyti ósnortið af manngerðum framkvæmdum og að hluta til á náttúruminjaskrá. „Landvernd telur að uppbygging iðnaðarstarfsemi á svæði á náttúruminjaskrá sé í miklu ósamræmi við þessa markmiða- og stefnumiða setningu sveitarstjórnar Langanesbyggðar, ekki síst þegar um er að ræða jafn viðamikla og stórvaxna starfsemi og fyrirhuguð er í Gunnólfsvík,“ segir í umsögn Landverndar um aðalskipulag Langanesbyggðar. Umsögnin er undirrituð af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Þá eru þessi svæði í næsta nágrenni við stórt tiltölulega lítt snortið svæði. Verðmæti slíkra svæða fer vaxandi í heimi sem sífellt verður þéttsetnari. Þar er um að ræða verðmæti sem felast í eigingildi náttúrunnar en einnig í möguleikum á uppbyggingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.“ Fréttablaðið leitaði viðbragða umhverfisráðherra vegna málsins. Hann vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal vegna málsins. Aðstoðarmaður hans, Sigríður Víðis Jónsdóttir, sendi fréttamanni eftirfarandi svar. „Fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, Bremenports og Eflu verkfræðistofu undirrituðu samninga um hafnarstarfsemi í Finnafirði síðastliðinn fimmtudag. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór síðan yfir stöðu Finnafjarðarverkefnisins í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Ríkið hefur ekki haft neina fjárhagslega aðkomu að þessu og umhverfisráðherra hefur í raun engu við þetta að bæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði