Aldrei fleiri á Aldrei fór ég suður Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 13:45 Frá fyrri Aldrei fór ég suður. mynd / Ágúst G. Atlason Veðrið leikur við tónleikagesti á Aldrei fór ég suður og segir Rokkstjóri hátíðarinnar að annar eins fjöldi gesta hafi aldrei sést á svæðinu. Hátt í fjögur þúsunda manns lögðu leið sína vestur samkvæmt Vegagerðinni. Fyrsta kvöld hátíðarinnar fór fram í gær en tónlistarhátíðin stendur yfir í tvo dag og hefur verið haldin frá árinu 2004 og þetta því í fimmtánda skipti sem hátíðin er haldin á Ísafirði. „Þetta gekk bara framar öllum vonum og væntingum. Alveg stórkostlegt. Við erum eiginlega hálf stumm eftir kvöldið í gær. Það var þvílík aðsókn. Ég held að við höfum aldrei séð jafn marga á svæðinu. Fólk skemmti sér svo fallega einhvernveginn. Þegar við lukum tónleikum var búið að tæma svæðið á innan við korteri,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, Rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Lögreglan segir nóttina hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig þrátt fyrir mikin fjölda fólks í bænum. Á Ísafirði er alltaf mikil dagskrá um páskana því þar fer einnig fram Skíðavika. Veðrið hefur þó sett strik í reikninginn þar því hlýindin hafa þau áhrif að lítið er um snjó og því lítið hægt að skíða. Kristján telur því fleiri hafa sótt í tónlistina.Heldur þú að það hafi verið fleiri núna en í fyrra til dæmis?„Já, ég er nokkuð viss að þegar mest lét núna í gær hafi aldrei verið jafn margir á svæðinu. Í þessu húsnæði sem við höfum held ég verið í fimm sinnum hef ég bara aldrei séð eins mikinn fjölda. Við erum alveg himinlifandi,“ segir hann. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. 19. apríl 2019 14:01 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Veðrið leikur við tónleikagesti á Aldrei fór ég suður og segir Rokkstjóri hátíðarinnar að annar eins fjöldi gesta hafi aldrei sést á svæðinu. Hátt í fjögur þúsunda manns lögðu leið sína vestur samkvæmt Vegagerðinni. Fyrsta kvöld hátíðarinnar fór fram í gær en tónlistarhátíðin stendur yfir í tvo dag og hefur verið haldin frá árinu 2004 og þetta því í fimmtánda skipti sem hátíðin er haldin á Ísafirði. „Þetta gekk bara framar öllum vonum og væntingum. Alveg stórkostlegt. Við erum eiginlega hálf stumm eftir kvöldið í gær. Það var þvílík aðsókn. Ég held að við höfum aldrei séð jafn marga á svæðinu. Fólk skemmti sér svo fallega einhvernveginn. Þegar við lukum tónleikum var búið að tæma svæðið á innan við korteri,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, Rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Lögreglan segir nóttina hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig þrátt fyrir mikin fjölda fólks í bænum. Á Ísafirði er alltaf mikil dagskrá um páskana því þar fer einnig fram Skíðavika. Veðrið hefur þó sett strik í reikninginn þar því hlýindin hafa þau áhrif að lítið er um snjó og því lítið hægt að skíða. Kristján telur því fleiri hafa sótt í tónlistina.Heldur þú að það hafi verið fleiri núna en í fyrra til dæmis?„Já, ég er nokkuð viss að þegar mest lét núna í gær hafi aldrei verið jafn margir á svæðinu. Í þessu húsnæði sem við höfum held ég verið í fimm sinnum hef ég bara aldrei séð eins mikinn fjölda. Við erum alveg himinlifandi,“ segir hann.
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. 19. apríl 2019 14:01 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. 19. apríl 2019 14:01