Fleiri hafa ekki greinst með mislinga í aldarfjórðung vestanhafs Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2019 07:00 Alex Azar heilbrigðisráðherra. Getty/Alex Wong „Sjúkdómar sem til eru bóluefni við eiga heima í sagnfræðibókum, ekki í neyðarmóttökunum okkar,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í vikunni vegna hertra ráðstafana þar vestanhafs til að stöðva útbreiðslu mislinga. Minnst 704 hafa smitast af mislingum í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisyfirvalda landsins. Þetta eru fleiri smit en greinst hafa á ári síðastliðin 25 ár í Bandaríkjunum. Engin dauðsföll vegna mislinga hafa þó verið skráð á árinu. Smit hefur greinst í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Í New York-borg, þar sem flest smit hafa verið greind, hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu en yfir 500 af þeim rúmlega 700 sem greinst hafa með mislinga á árinu voru ekki bólusettir. Yfirvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða auk bólusetningarskyldu. Í einstaka sýslum eiga mislingasmitaðir yfir höfði sér háa sekt, hundsi þeir af ásettu ráði fyrirmæli um að halda sig fjarri opnum svæðum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti fólk í gær til að láta bólusetja börnin sín og fékk lof frá heilbrigðisráðherra sínum fyrir breytt viðhorf til bólusetninga. Forsetinn lýsti efasemdum um bólusetningar í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og tók undir kenningar um tengsl þeirra og einhverfu. Azar skýrði sinnaskipti forsetans þannig að skiptar skoðanir meðal sérfræðinga um efnið hafi nú verið til lykta leiddar, líkt og um nýlega uppgötvun væri að ræða. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til bólusetninga Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar. 27. apríl 2019 07:45 Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. 9. apríl 2019 23:05 Kona sem neitaði að bólusetja son sinn fangelsuð Faðir drengsins hefur fengið tímabundið fullt forræði til að geta bólusett hann. 4. október 2017 18:13 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
„Sjúkdómar sem til eru bóluefni við eiga heima í sagnfræðibókum, ekki í neyðarmóttökunum okkar,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í vikunni vegna hertra ráðstafana þar vestanhafs til að stöðva útbreiðslu mislinga. Minnst 704 hafa smitast af mislingum í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisyfirvalda landsins. Þetta eru fleiri smit en greinst hafa á ári síðastliðin 25 ár í Bandaríkjunum. Engin dauðsföll vegna mislinga hafa þó verið skráð á árinu. Smit hefur greinst í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Í New York-borg, þar sem flest smit hafa verið greind, hefur verið ákveðið að setja á bólusetningarskyldu en yfir 500 af þeim rúmlega 700 sem greinst hafa með mislinga á árinu voru ekki bólusettir. Yfirvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða auk bólusetningarskyldu. Í einstaka sýslum eiga mislingasmitaðir yfir höfði sér háa sekt, hundsi þeir af ásettu ráði fyrirmæli um að halda sig fjarri opnum svæðum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti fólk í gær til að láta bólusetja börnin sín og fékk lof frá heilbrigðisráðherra sínum fyrir breytt viðhorf til bólusetninga. Forsetinn lýsti efasemdum um bólusetningar í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og tók undir kenningar um tengsl þeirra og einhverfu. Azar skýrði sinnaskipti forsetans þannig að skiptar skoðanir meðal sérfræðinga um efnið hafi nú verið til lykta leiddar, líkt og um nýlega uppgötvun væri að ræða.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump hvetur fólk til bólusetninga Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar. 27. apríl 2019 07:45 Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. 9. apríl 2019 23:05 Kona sem neitaði að bólusetja son sinn fangelsuð Faðir drengsins hefur fengið tímabundið fullt forræði til að geta bólusett hann. 4. október 2017 18:13 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Trump hvetur fólk til bólusetninga Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar. 27. apríl 2019 07:45
Neyðarástandi lýst yfir í New York vegna mislinga Yfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa lýst yfir neyðarástandi vegna mislinga sem komið hafa upp í samfélagi strangtrúaðra gyðinga í borginni. 9. apríl 2019 23:05
Kona sem neitaði að bólusetja son sinn fangelsuð Faðir drengsins hefur fengið tímabundið fullt forræði til að geta bólusett hann. 4. október 2017 18:13