Tíu sinnum líklegra að íbúar á hættusvæði C deyi í snjóflóði en í bílslysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 19:45 Mynd sem Lögreglan á Vestfjörðum birti fyrr í vetur eftir að snjóflóð féll á Flateyrarveg á Vestfjörðum. Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“ Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira