Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar stórlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:51 Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi. Umferðaröryggi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi.
Umferðaröryggi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira