Hagsmunaaðilar kaupa samfélagsmiðlaauglýsingar gegn innflutningi á kjöti Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 20:00 Úr auglýsingunni sem birtist meðal annars á Youtube. Þar er varað við sýklalyfjanotkun erlendis og ónæmi fyrir þeim. Skjáskot/Youtube Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis. Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Á þriðja tug félagasamtaka í landbúnaði og fyrirtækja í búvöruframleiðslu kaupa nú auglýsingar með áróðri gegn innflutningi á erlendu kjöti á samfélagsmiðlinum eins og Facebook og Youtube. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir verkefnið ekki drög að nýjum þrýstihópi. „Það er ekki skynsamlegt að flytja inn hvaða matvæli sem er þó að það sé hægt. Það gæti skapað fleiri vandamál á eyjunni okkar ef við vöndum okkur ekki,“ eru upphafsorð tæplega einnar og hálfrar mínútu langrar keyptrar auglýsingar sem birtist nú íslenskum netverjum. Titill myndbandsins er „Matvælaöryggi í fyrsta sæti“. Notandinn sem birtir myndbandið heitir „Öruggur matur“. Í lýsingu þess segir: „Aðstæður okkar – hafið og einangrunin – mynda náttúrulega vörn gegn utanaðkomandi hættum. Þessar aðstæður skapa einstakt umhverfi fyrir matvælaframleiðslu og verja hana fyrir sýkingum og sjúkdómum sem víða annars staðar eru landlægir.“ Í lok myndbandsins segir aðeins að auglýsandinn sé Hópur um örugg matvæli og er vísað á vefsíðuna Öruggurmatur.is. Þar kemur fram að 23 fyrirtæki og hagsmunasamtök tilheyri hópnum, þar á meðal Bændasamtök Íslands, Sláturfélag Suðurlands, Kjarnafæði og MS Auðhumla. Á vefsíðunni er meðal annars fjallað um sýklalyfjaónæmi í samhengi við innflutta kjötvöru og mögulega óræðan uppruna hennar.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir í samtali við Vísi að fyrirtækin og félögin sem eigi aðild að hópnum hafi lagt fjármuni í verkefnið. Spurður að því hvort að það sé vísir að nýjum þrýstihópi eins og þekkist erlendis segir hann að ekki hafi verið stofnað sérstakt fyrirtæki eða samtök í kringum það. Spurður út í tilefni þess að hópurinn kjósi að ráðast í auglýsingaherferð gegn innflutningi á erlendu kjöti nú vísar Sigurður til umræðu og frumvarps um að opna á innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Hann segir verkefnið þó ekki bein viðbrögð við frumvarpinu sem liggi fyrir á Alþingi. „Við erum að benda á ákveðin atriði sem er rétt og eðlilegt fyrir okkur innlenda framleiðendur að vekja athygli á,“ segir Sigurður. Auglýsingar hafa einnig verið keyptar á Facebook, íslenskum vefmiðlum og á prenti, að sögn Tjörva Bjarnasonar, sviðsstjóra útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna. Um mánaðarbirtingu sé að ræða sem sé að ljúka. Markmiðið sé þó að byggja ofan á vefsíðuna og nota vettvanginn áfram í framtíðinni. Fjárhagsáætlun verkefnisins geri ráð fyrir um átján milljónum króna í verkefnið en ekki sé þó búið að fullfjármagna það enn. Um helmingur fjármagnsins hafi verið nýttur í birtingu auglýsinga og hinn í framleiðslu þeirra. Aðstandendur hópsins hafi stofnað til samstarfsins í kjölfar umræðu um innflutning á ófrosnu kjöti. „Það er ekkert leyndarmál að kveikjan að þessu er bara þessi umræða í tengslum við hráakjötsmálið. Þar eru hagsmunahópar innan landbúnaðarins sem eru sammála um ákveðna þætti sem við erum að vara við,“ segir Tjörvi og nefnir sérstaklega hættu vegna sýklalyfjaónæmis.
Landbúnaður Tengdar fréttir Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Átök um fisk og kjöt á lokametrunum Stór mál bíða afgreiðslu þingsins en sex vikur eru til stefnu. Fullveldið sjálft er undir í umræðum um kjöt og orku. 24. apríl 2019 08:00