171 hús enn í snjóflóðahættu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:13 Ofanflóðasjóður var stofnaður eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Vísir/GVA Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir." Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir."
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira