171 hús enn í snjóflóðahættu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:13 Ofanflóðasjóður var stofnaður eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Vísir/GVA Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir." Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir."
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels