Lágmarksaldur í ófrjósemisaðgerð lækkar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:01 Fjöldi ófrjósemisaðgerða hjá körlum hefur tvöfaldast frá aldamótum. VISIR/GETTY Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur. Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur.
Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira