Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2019 10:31 Brenton Tarrant var einn á ferð á Íslandi árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Vísir/ap Brenton Tarrant, ástralskur maður sem talinn er bera ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands þegar hann réðst á tvær moskur í Christchurch í mars síðastliðnum, kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Þetta staðfestir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Nokkrum dögum eftir árásina var greint frá því að ríkislögreglustjóri ynni að því að kortleggja ferðir Tarrant hér á landi þar sem talið var að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum hans á Evrópureisu árið 2017. Í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum. Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.VísirÁsgeir segir að Tarrant hafi verið hér einn á ferð og svo virðist sem hann hafi komið hingað til að ferðast hér um landið líkt og hver annar ferðamaður. „Hann virðist hafa á einhverju tímabili ferðast um heiminn og þar á meðal til Íslands,“ segir Ásgeir. Hann segir aðspurður ekkert hafa komið út úr skoðun ríkislögreglustjóra á því hvort hann hafi verið að hitta einhverja tiltekna aðila hér á landi. Þá segir Ásgeir að ríkislögreglustjóri hafi sent nýsjálenskum yfirvöldum upplýsingar um ferðir Tarrant. 51 lést í hryðjuverkaárás Tarrant á moskurnar tvær í Christchurch. Hann hefur verið ákærður fyrir fimmtíu morð og þá særði hann fimmtíu manns til viðbótar. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Brenton Tarrant, ástralskur maður sem talinn er bera ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands þegar hann réðst á tvær moskur í Christchurch í mars síðastliðnum, kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Þetta staðfestir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Nokkrum dögum eftir árásina var greint frá því að ríkislögreglustjóri ynni að því að kortleggja ferðir Tarrant hér á landi þar sem talið var að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum hans á Evrópureisu árið 2017. Í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum. Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.VísirÁsgeir segir að Tarrant hafi verið hér einn á ferð og svo virðist sem hann hafi komið hingað til að ferðast hér um landið líkt og hver annar ferðamaður. „Hann virðist hafa á einhverju tímabili ferðast um heiminn og þar á meðal til Íslands,“ segir Ásgeir. Hann segir aðspurður ekkert hafa komið út úr skoðun ríkislögreglustjóra á því hvort hann hafi verið að hitta einhverja tiltekna aðila hér á landi. Þá segir Ásgeir að ríkislögreglustjóri hafi sent nýsjálenskum yfirvöldum upplýsingar um ferðir Tarrant. 51 lést í hryðjuverkaárás Tarrant á moskurnar tvær í Christchurch. Hann hefur verið ákærður fyrir fimmtíu morð og þá særði hann fimmtíu manns til viðbótar.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00