Mourinho hrósaði Klopp í hástert: „Liverpool er spegilmynd af persónuleika hans“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Klopp er búinn að koma Liverpool í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. vísir/getty José Mourinho hrósaði Liverpool, og þá sérstaklega knattspyrnustjóra liðsins, Jürgen Klopp, í hástert eftir sigurinn ótrúlega á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum, 3-0, vann Liverpool 4-0 sigur í þeim seinni í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleik keppninnar annað árið í röð. „Ég bjóst ekki við þessu en sagði að ekkert væri ómögulegt og að Anfield væri einn af þeim stöðum þar sem hið ómögulega gæti orðið mögulegt,“ sagði Mourinho sem var í hlutverki álitsgjafa hjá beIN Sports. „Fyrir mér hefur þessi endurkoma eitt nafn: Jürgen. Þetta snerist ekki um taktík eða heimsspeki heldur hjarta og sál og þetta frábæra samband sem hann hefur myndað við leikmenn Liverpool.“ Mourinho gat ekki annað en hrifist af Liverpool-liðinu í leiknum í gær og segir að Klopp hafi sett mark sitt á það svo um munar. „Þeir áttu á hættu að standa allslausir eftir frábært tímabil en núna eru þeir einu skrefi frá því að verða Evrópumeistarar. Jürgen á þetta skilið því hann hefur unnið frábært starf fyrir Liverpool,“ sagði Mourinho. „Þetta snýst um hann. Þetta lið er spegilmynd af persónuleika hans, baráttuvilja og allir leikmenn gefa allt sem þeir eiga. Þeir skæla ekki þótt leikmenn vanti eða þeir þurfi að spila 50 eða 60 leiki á tímabili eins og aðrir stjórar í öðrum deildum gera.“"This is about him. This is a reflection of his personality, don't give up, his fighting spirit." "Everything i think today is about Jurgen's mentality." Jose Mourinho says Liverpool's incredible comeback tonight was down to their inspirational manager.#beINUCL#LIVBARpic.twitter.com/CzFrG05MjY — beIN SPORTS (@beINSPORTS) May 7, 2019 Mourinho hefur verið í fríi frá þjálfun síðan honum var sagt upp hjá Manchester United eftir 3-1 tap fyrir Liverpool skömmu fyrir jól. Portúgalinn ætlar sér aftur í þjálfun og hefur m.a. verið orðaður við Skotlandsmeistara Celtic. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 „Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk Wijnaldum var ekki sáttur með Klopp fyrir leikinn í kvöld. 7. maí 2019 21:47 „Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“ Henderson var magnaður í kvöld. 7. maí 2019 21:34 Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 2013 án Ronaldo og Messi Það verður enginn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 8. maí 2019 06:00 Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“ Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega. 7. maí 2019 21:12 Annað árið í röð sem Alisson á þátt í ótrúlegri endurkomu gegn Barcelona Markvörður Liverpool þekkir tilfinninguna að slá Barcelona út úr Meistaradeildinni vel. 8. maí 2019 07:46 Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld. 7. maí 2019 20:45 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
José Mourinho hrósaði Liverpool, og þá sérstaklega knattspyrnustjóra liðsins, Jürgen Klopp, í hástert eftir sigurinn ótrúlega á Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum, 3-0, vann Liverpool 4-0 sigur í þeim seinni í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleik keppninnar annað árið í röð. „Ég bjóst ekki við þessu en sagði að ekkert væri ómögulegt og að Anfield væri einn af þeim stöðum þar sem hið ómögulega gæti orðið mögulegt,“ sagði Mourinho sem var í hlutverki álitsgjafa hjá beIN Sports. „Fyrir mér hefur þessi endurkoma eitt nafn: Jürgen. Þetta snerist ekki um taktík eða heimsspeki heldur hjarta og sál og þetta frábæra samband sem hann hefur myndað við leikmenn Liverpool.“ Mourinho gat ekki annað en hrifist af Liverpool-liðinu í leiknum í gær og segir að Klopp hafi sett mark sitt á það svo um munar. „Þeir áttu á hættu að standa allslausir eftir frábært tímabil en núna eru þeir einu skrefi frá því að verða Evrópumeistarar. Jürgen á þetta skilið því hann hefur unnið frábært starf fyrir Liverpool,“ sagði Mourinho. „Þetta snýst um hann. Þetta lið er spegilmynd af persónuleika hans, baráttuvilja og allir leikmenn gefa allt sem þeir eiga. Þeir skæla ekki þótt leikmenn vanti eða þeir þurfi að spila 50 eða 60 leiki á tímabili eins og aðrir stjórar í öðrum deildum gera.“"This is about him. This is a reflection of his personality, don't give up, his fighting spirit." "Everything i think today is about Jurgen's mentality." Jose Mourinho says Liverpool's incredible comeback tonight was down to their inspirational manager.#beINUCL#LIVBARpic.twitter.com/CzFrG05MjY — beIN SPORTS (@beINSPORTS) May 7, 2019 Mourinho hefur verið í fríi frá þjálfun síðan honum var sagt upp hjá Manchester United eftir 3-1 tap fyrir Liverpool skömmu fyrir jól. Portúgalinn ætlar sér aftur í þjálfun og hefur m.a. verið orðaður við Skotlandsmeistara Celtic.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15 „Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk Wijnaldum var ekki sáttur með Klopp fyrir leikinn í kvöld. 7. maí 2019 21:47 „Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“ Henderson var magnaður í kvöld. 7. maí 2019 21:34 Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 2013 án Ronaldo og Messi Það verður enginn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 8. maí 2019 06:00 Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“ Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega. 7. maí 2019 21:12 Annað árið í röð sem Alisson á þátt í ótrúlegri endurkomu gegn Barcelona Markvörður Liverpool þekkir tilfinninguna að slá Barcelona út úr Meistaradeildinni vel. 8. maí 2019 07:46 Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld. 7. maí 2019 20:45 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Sjáðu mörkin og gæsahúðarmyndband eftir ótrúlegan sigur Liverpool Ótrúlegt Evrópukvöld á Anfield. 7. maí 2019 23:15
„Mjög pirraður“ Wijnaldum kom af bekknum og skoraði tvö mörk Wijnaldum var ekki sáttur með Klopp fyrir leikinn í kvöld. 7. maí 2019 21:47
„Vissum að við gætum gert eitthvað sérstakt á Anfield“ Henderson var magnaður í kvöld. 7. maí 2019 21:34
Fyrsti úrslitaleikurinn síðan 2013 án Ronaldo og Messi Það verður enginn Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 8. maí 2019 06:00
Twitter eftir ótrúlega endurkomu Liverpool: „Elska Klopp meira en börnin mín“ Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir í kvöld. Eðlilega. 7. maí 2019 21:12
Annað árið í röð sem Alisson á þátt í ótrúlegri endurkomu gegn Barcelona Markvörður Liverpool þekkir tilfinninguna að slá Barcelona út úr Meistaradeildinni vel. 8. maí 2019 07:46
Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir kraftaverk gegn Barcelona Það gekk allt upp hjá Liverpool í kvöld. 7. maí 2019 20:45