Gaf þjóðarleiðtogum stóla gerða úr fílafótum Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 22:04 Forseti Botsvana færir kollegum sínum fílafæturnar að gjöf. Skjáskot Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, færði kollegum sínum frá Namibíu, Sambíu og Simbabve kolla gerða úr fílafótum að gjöf, á fundi leiðtoganna um framtíð dýranna. Gjafirnar voru sveipaðar bláu klæði, þegar þær voru afhentar á fundinum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í löndunum þremur, auk Suður-Afríku, hafa kallað eftir því að banni við fílabeinssölu verði aflétt. Rökin eru þau að hægt væri að nota peningana sem viðskiptin myndu skila til verndunar stofnsins. Ólöglegar veiðar á fílum eru stórt vandamál um alla álfuna en talið er að allt að þrjátíu þúsund fílar séu drepnir ár hvert. Talið er að aðeins 450 þúsund fílar lifi nú villtir. Alþjóðlegar herferðir gegn sölu á fílabeini í von um að koma í veg fyrir veiðiþjófnað hafa hlotið gríðarlegan meðbyr, en ósætti hefur myndast um það hvernig verjast eigi ágengni fílahjarða á bæi og borgir. Yfirvöld í Botsvana hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir ágengni fílahjarða, en talið er að þar í landi séu um 130 þúsund fílar. Alastair Leithead, fréttamaður BBC, segir gjöfina senda sterk skilaboð um afstöðu yfirvalda til fílabeinssölu. Masisi, sem kjörinn var á síðasta ári, hefur breytt strangri verndarstefnu forvera síns. Ekki hefur bann á fílaveiðum verið afnumið en mikill stuðningur við það er í dreifbýli landsins. Stuðningsmenn bannsins segja að verði bannið afnumið muni það hrekja burtu ríka ferðamenn, en ferðamennska er annar stærsti tekjustofn landsins. Veiðar á fílum eru leyfilegar í Namibíu, Suður-Afríku og Simbabve og hafa ríkin þrjú stutt beiðni til Cites, sem er samningur sem stýrir verslun dýra í útrýmingarhættu, um að leyfa sölu á fílabeini til að fjármagna verndun stofnsins. Botsvana Dýr Namibía Simbabve Suður-Afríka Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Mokgweetsi Masisi, forseti Botsvana, færði kollegum sínum frá Namibíu, Sambíu og Simbabve kolla gerða úr fílafótum að gjöf, á fundi leiðtoganna um framtíð dýranna. Gjafirnar voru sveipaðar bláu klæði, þegar þær voru afhentar á fundinum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirvöld í löndunum þremur, auk Suður-Afríku, hafa kallað eftir því að banni við fílabeinssölu verði aflétt. Rökin eru þau að hægt væri að nota peningana sem viðskiptin myndu skila til verndunar stofnsins. Ólöglegar veiðar á fílum eru stórt vandamál um alla álfuna en talið er að allt að þrjátíu þúsund fílar séu drepnir ár hvert. Talið er að aðeins 450 þúsund fílar lifi nú villtir. Alþjóðlegar herferðir gegn sölu á fílabeini í von um að koma í veg fyrir veiðiþjófnað hafa hlotið gríðarlegan meðbyr, en ósætti hefur myndast um það hvernig verjast eigi ágengni fílahjarða á bæi og borgir. Yfirvöld í Botsvana hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir ágengni fílahjarða, en talið er að þar í landi séu um 130 þúsund fílar. Alastair Leithead, fréttamaður BBC, segir gjöfina senda sterk skilaboð um afstöðu yfirvalda til fílabeinssölu. Masisi, sem kjörinn var á síðasta ári, hefur breytt strangri verndarstefnu forvera síns. Ekki hefur bann á fílaveiðum verið afnumið en mikill stuðningur við það er í dreifbýli landsins. Stuðningsmenn bannsins segja að verði bannið afnumið muni það hrekja burtu ríka ferðamenn, en ferðamennska er annar stærsti tekjustofn landsins. Veiðar á fílum eru leyfilegar í Namibíu, Suður-Afríku og Simbabve og hafa ríkin þrjú stutt beiðni til Cites, sem er samningur sem stýrir verslun dýra í útrýmingarhættu, um að leyfa sölu á fílabeini til að fjármagna verndun stofnsins.
Botsvana Dýr Namibía Simbabve Suður-Afríka Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira