Þungunarrofsfrumvarpið afgreitt úr nefnd í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 15:25 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun og verður tekið til þriðju umræðu. Lagt var til á fundi nefndarinnar að boðaðir yrðu fleiri gestir til að ræða frumvarpið, m.a. landlæknir að nýju, en beiðnirnar nutu ekki stuðnings meirihluta nefndarinnar. Frumvarpið, sem snýr m.a. að því að heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku óháð því hvaða aðstæður liggja að baki vilja kvenna, var samþykkt á Alþingi að lokinni 2. umræðu síðdegis á föstudag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, óskaði þó eftir því í ræðu sinni á fimmtudag að málið færi aftur til velferðarnefndar að lokinni 2. umræðu þingsins en sem nefndarmaður á hún rétt á því. Málið var því áfram rætt á fundi nefndarinnar í dag en sjálf mætti Anna Kolbrún þó ekki á fundinn. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, segir í samtali við Vísi að á fundinum hafi verið lagðar fram beiðnir um gesti til að koma og ræða frumvarpið betur en ekki hafi verið stuðningur fyrir því í nefndinni. „Nefndin taldi að ekkert nýtt hefði komið fram sem kallaði á frekari gestakomur,“ segir Halldóra. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins.Vísir/VilhelmGuðmundur Ingi Kristinsson, aðalmaður í velferðarnefnd og þingmaður Flokks fólksins, hefur lagst gegn frumvarpinu. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi óskað eftir því á fundinum að landlæknir kæmi aftur og ræddi frumvarpið. Þá hafi hann stutt beiðni um að boðaðir yrðu fleiri gestir. Halldóra segist vona að frumvarpið fari í gegnum þingið í þeirri mynd sem það er nú. Þó eigi eftir að koma fram hvort gerðar verði frekari breytingartillögur. Þá finnst henni líklegt að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok í vor. Frumvarpið er umdeilt og hefur skipt þingmönnum Alþingis í andstæðar fylkingar. Flestir fögnuðu frumvarpinu og settu það í samhengi við sjálfsákvörðunarrétt kvenna en aðrir, gerðu við það athugasemdir. Þannig sagði t.d. Inga Sæland formaður Flokks fólksins að sér liði illa yfir málinu því sér fyndist það siðferðilega rangt. Þá sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vera á milli steins og sleggju. Hann vildi tryggja sjálfsforræði kvenna en segist samt þurfa að staldra við 22. vikna þröskuldinn.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30 Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56 Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Sjö karlkyns þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslu um þungunarrof Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða að lokinni annarri umræðu á Alþingi í dag. 3. maí 2019 20:30
Telur þungunarrofsfrumvarp óverjandi og siðferðislega rangt Flokkur fólksins leggst gegn hugtakanotkuninni þungunarrof. 2. maí 2019 16:56
Þungunarrofsfrumvarp ýmist talið stærsta kvenfrelsismál aldarinnar eða siðferðislega rangt Þungunarrofsfrumvarp heilbrigðisráðherra verður áfram rætt í velferðarnefnd Alþingis en næsti fundur er á mánudag. 3. maí 2019 16:20