Rúnar Páll: Við skorum alltaf mikið af mörkum Smári Jökull Jónsson skrifar 5. maí 2019 21:49 Rúnar Páll var ekki sáttur með stigið í kvöld. Vísir/Daníel „Ég get ekki sagt að ég sé voðalega sáttur. Það er sárt að fá á sig víti þegar það er ekkert að gerast í leiknum hjá Grindavík, það er dýrt. Þeir fá ekki eitt einasta færi í þessum leik og Halli þurfti ekki að verja einu sinni,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið í Grindavík í kvöld. „Við stjórnum leiknum frá a-ö og síðan fá þeir víti og það er blóðugt. Þetta er annan leikinn í röð sem við fáum ekki nema eitt stig en svona er þetta bara,“ bætti Rúnar við en Stjarnan gerði jafntefli við KR í fyrsta leik en þá komu einnig bæði mörk leiksins úr vítaspyrnum. Rúnar sagði að hans menn hefðu mátt gera betur í þeim hættulegu sóknum sem þeir sköpuðu. „Við vorum ekki flinkir að nýta þau upphlaup sem við fáum, við fengum frábær upphlaup á vinstri kantinum í seinni hálfleik og nýttum þau ekki nógu vel. Við verðum að gera betur þar.“ „Menn verða að vera grimmari fyrir framan mark andstæðingsins, við komumst oft bakvið varnirnar en gerum ekki nógu vel með síðustu sendinguna. Aftur á móti spilum við vel í dag, stjórnum leiknum allan tímann en náðum bara að skora eitt mark og það var ekki nóg.“ Guðjón Baldvinsson fór útaf í hálfleik í dag eftir að hafa fengið höfuðhögg í fyrri hálfleiknum og sjálfur sagði Guðjón við blaðamann að hann hefði fengið heilahristing og verið óglatt í leikhléinu. „Hann fékk eitthvað högg á höfuðið og er í ferli varðandi það.“ Rúnar Páll sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Stjörnuliðið væri ekki búið að skora úr opnum leik í fyrstu tveimur umferðunum. „Það er ekki áhyggjuefni eftir tvo leiki, ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit að við skorum alltaf mikið af mörkum og það verður engin breyting á því í sumar, ég er alveg klár á því. Við erum með hörkulið og þurfum bara að halda áfram og mætum galvaskir með bros á vör gegn HK í næsta leik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1-1 | Tvö vítaspyrnumörk í jafntefli suður með sjó Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Mörkin í kvöld komu bæði úr vítaspyrnum líkt og í leik Stjörnunnar gegn KR í fyrstu umferðinni. 5. maí 2019 22:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
„Ég get ekki sagt að ég sé voðalega sáttur. Það er sárt að fá á sig víti þegar það er ekkert að gerast í leiknum hjá Grindavík, það er dýrt. Þeir fá ekki eitt einasta færi í þessum leik og Halli þurfti ekki að verja einu sinni,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir jafnteflið í Grindavík í kvöld. „Við stjórnum leiknum frá a-ö og síðan fá þeir víti og það er blóðugt. Þetta er annan leikinn í röð sem við fáum ekki nema eitt stig en svona er þetta bara,“ bætti Rúnar við en Stjarnan gerði jafntefli við KR í fyrsta leik en þá komu einnig bæði mörk leiksins úr vítaspyrnum. Rúnar sagði að hans menn hefðu mátt gera betur í þeim hættulegu sóknum sem þeir sköpuðu. „Við vorum ekki flinkir að nýta þau upphlaup sem við fáum, við fengum frábær upphlaup á vinstri kantinum í seinni hálfleik og nýttum þau ekki nógu vel. Við verðum að gera betur þar.“ „Menn verða að vera grimmari fyrir framan mark andstæðingsins, við komumst oft bakvið varnirnar en gerum ekki nógu vel með síðustu sendinguna. Aftur á móti spilum við vel í dag, stjórnum leiknum allan tímann en náðum bara að skora eitt mark og það var ekki nóg.“ Guðjón Baldvinsson fór útaf í hálfleik í dag eftir að hafa fengið höfuðhögg í fyrri hálfleiknum og sjálfur sagði Guðjón við blaðamann að hann hefði fengið heilahristing og verið óglatt í leikhléinu. „Hann fékk eitthvað högg á höfuðið og er í ferli varðandi það.“ Rúnar Páll sagðist ekki hafa áhyggjur af því að Stjörnuliðið væri ekki búið að skora úr opnum leik í fyrstu tveimur umferðunum. „Það er ekki áhyggjuefni eftir tvo leiki, ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit að við skorum alltaf mikið af mörkum og það verður engin breyting á því í sumar, ég er alveg klár á því. Við erum með hörkulið og þurfum bara að halda áfram og mætum galvaskir með bros á vör gegn HK í næsta leik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1-1 | Tvö vítaspyrnumörk í jafntefli suður með sjó Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Mörkin í kvöld komu bæði úr vítaspyrnum líkt og í leik Stjörnunnar gegn KR í fyrstu umferðinni. 5. maí 2019 22:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Stjarnan 1-1 | Tvö vítaspyrnumörk í jafntefli suður með sjó Grindvíkingar náðu í sitt fyrsta stig í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna á heimavelli í kvöld. Mörkin í kvöld komu bæði úr vítaspyrnum líkt og í leik Stjörnunnar gegn KR í fyrstu umferðinni. 5. maí 2019 22:45