Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 09:40 Mjaldurinn hóf að elta fiskibáta úti fyrir Finnmörku í síðustu viku. Nú heldur hann til við Tufjord. JORGEN REE WIIG/EPA Norska ríkisútvarpið, NRK, lýsti því yfir á föstudag að opinbert nafn mjaldursins sem norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í síðustu viku og talinn er hafa verið þjálfaður til njósna af Rússum sé Hvaldimir. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Beisli sem Hvaldimir hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Þeirri kenningu er enn haldið á lofti þó að Rússar hafi gefið lítið fyrir hana í samtölum við fjölmiðla undanfarna daga. NRK kallaði eftir nafnatillögum frá almenningi þegar málið fór að vekja heimsathygli og segir yfir 25 þúsund manns hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um bestu tillöguna. Yfir 30 prósent völdu nafnið Hvaldimir en VG, vinsælasta dagblað Noregs, var þegar farið að nota það nafn um mjaldurinn sérstaka. Næst vinsælasta tillagan var nafið Joar, eftir Joar Hesten, sjómanninum sem stakk sér til sunds í hrímköldu Atlantshafinu til þess að losa beisli Hvaldimirs. Agent James Beluga hafnaði þá í þriðja sæti nafnakosningarinnar. Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.JORGEN REE WIIG/EPA Talinn þjálfaður af Rússum Hvaldimir er almennt talinn hafa sloppið úr þjálfunarstöð rússneska hersins í Murmansk. Þar eru Rússar taldir þjálfa hvali til sérstakra hernaðaraðgerða, búnir myndavélum og jafnvel vopnum. Rússar hafa þó alfarið neitað þessari kenningu. Hvalasérfræðingur við háskólann í Tromsø, Audun Rikardsen, segist þó sannfærður um að Hvaldimir komi úr þjálfunarstöð Rússa „Sú staðreynd að enginn hefur gert tilkall til hvalsins gæti verið merki um það,“ sagði Rikardsen í samtali við NRK. „Þessi frétt [af hvalafundinum] hefur farið um heiminn, þannig að hún er þekkt um öll sædýrasöfn og meðal þeirra sem vinna með hvali. Þeir sem týndu honum vita alveg að hann dúkkaði upp hér. Þegar enginn stígur fram og segist vilja fá hann til baka, þá er það merki um að þeir hinir sömu vilji kannski ekki draga allt of mikla athygli að málinu.“ Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Norska ríkisútvarpið, NRK, lýsti því yfir á föstudag að opinbert nafn mjaldursins sem norskir sjómenn fundu úti fyrir Finnmörku í síðustu viku og talinn er hafa verið þjálfaður til njósna af Rússum sé Hvaldimir. Hval (borið fram „vall“) þýðir, eins og margir vita, hvalur á norsku en nafnið er líka orðaleikur að nafni Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Beisli sem Hvaldimir hafði utan um sig þótti benda til þess að mjaldurinn hefði verið þjálfaður af rússneska sjóhernum, mögulega til njósna. Þeirri kenningu er enn haldið á lofti þó að Rússar hafi gefið lítið fyrir hana í samtölum við fjölmiðla undanfarna daga. NRK kallaði eftir nafnatillögum frá almenningi þegar málið fór að vekja heimsathygli og segir yfir 25 þúsund manns hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu um bestu tillöguna. Yfir 30 prósent völdu nafnið Hvaldimir en VG, vinsælasta dagblað Noregs, var þegar farið að nota það nafn um mjaldurinn sérstaka. Næst vinsælasta tillagan var nafið Joar, eftir Joar Hesten, sjómanninum sem stakk sér til sunds í hrímköldu Atlantshafinu til þess að losa beisli Hvaldimirs. Agent James Beluga hafnaði þá í þriðja sæti nafnakosningarinnar. Hvaldimir áður en beislið var tekið af honum.JORGEN REE WIIG/EPA Talinn þjálfaður af Rússum Hvaldimir er almennt talinn hafa sloppið úr þjálfunarstöð rússneska hersins í Murmansk. Þar eru Rússar taldir þjálfa hvali til sérstakra hernaðaraðgerða, búnir myndavélum og jafnvel vopnum. Rússar hafa þó alfarið neitað þessari kenningu. Hvalasérfræðingur við háskólann í Tromsø, Audun Rikardsen, segist þó sannfærður um að Hvaldimir komi úr þjálfunarstöð Rússa „Sú staðreynd að enginn hefur gert tilkall til hvalsins gæti verið merki um það,“ sagði Rikardsen í samtali við NRK. „Þessi frétt [af hvalafundinum] hefur farið um heiminn, þannig að hún er þekkt um öll sædýrasöfn og meðal þeirra sem vinna með hvali. Þeir sem týndu honum vita alveg að hann dúkkaði upp hér. Þegar enginn stígur fram og segist vilja fá hann til baka, þá er það merki um að þeir hinir sömu vilji kannski ekki draga allt of mikla athygli að málinu.“
Dýr Noregur Rússland Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23 „Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47 Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Grunsamlegur mjaldur í norskri landhelgi talinn þjálfaður af Rússum til hernaðar Mjaldrinum var veitt sérstök eftirtekt þar sem hann hafði utan um sig beisli, sem sérfræðingar telja að sé til þess að festa á myndavél eða vopn. 29. apríl 2019 10:23
„Heldurðu virkilega að við myndum hengja á hann símanúmer?“ Mjaldur, sem fannst í norskri landhelgi í vikunni og er talinn á vegum rússneska sjóhersins, hefur leikið listir sínar fyrir íbúa Tufjord í Noregi undanfarna daga. Rússneskur ofursti gefur lítið fyrir þær fullyrðingar að mjaldurinn sé gerður út til njósna af rússneska hernum. 30. apríl 2019 12:47
Rússneski „njósnamjaldurinn“ verði mögulega fluttur til Íslands Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Noregs segir að hinn meinti rússneski njósnamjaldur, sem komst í heimsfréttirnar í vikunni, verði mögulega fluttur í hvalaathvarf á Íslandi. Það myndi auka lífslíkur mjaldursins. 2. maí 2019 18:00