Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 10:28 Frá undirritun kjarasamninga í nótt. Borgþór Hjörvarsson Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí. Kjaramál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí.
Kjaramál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira