Var í símanum og missti af fyrirspurn þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 09:34 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var ekki vel með á nótunum í fyrirspurnatíma á þingi í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þurfti að endurtaka munnlega fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær vegna þess að ráðherrann fylgdist ekki nægilega vel með. Bjarni, sem var í símanum á meðan Björn var í pontu, sagði að hann hefði haldið að fyrirspurninni væri beint að öðrum ráðherra. Fyrirspurnin varðaði kaup ríkisins á hugbúnaði en Björn kom hins vegar að tómum kofanum hjá Bjarna. Á myndbandsupptöku úr þingsal má sjá að Bjarni var að nota snjallsíma í sæti sínu á meðan Björn bar upp fyrirspurnina. „Afsakið forseti, ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri beint á annan ráðherra, ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með. Ég verð bara að taka það á mig þó að ég hafi verið hérna í þingsal,“ sagði Bjarni. „Þá er úr vöndu að ráða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sem lagði til að Björn bæri fram fyrirspurn sína aftur og að fjármálaráðherra hlustaði vel. Baðst Bjarni síðan afsökunar og lofaði því að afla upplýsinga til að svara fyrirspurn Björns.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að ráðherrar væru iðulega í símanum þegar þeir væru í þingsal, einkum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Símana nota þeir eflaust til að vera í sambandi við aðstoðarfólk sitt sem situr í hliðarsölum og dælir í þá punktum til að nota í svarræðum. Eða kannski eru þeir í Candy Crush eða kapal, hvað veit ég? En útkoman verður sú að þeir hafi öðrum og mikilvægari skyldum að gegna en að sitja undir ræðum þingmanna; þeir séu í raun og veru annars staðar – að stjórna landinu,“ skrifaði Guðmundur Andri og vildi meina að þetta hafi verið það sem kom Bjarna í koll í gær.Skjáskot/Facebook Alþingi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þurfti að endurtaka munnlega fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær vegna þess að ráðherrann fylgdist ekki nægilega vel með. Bjarni, sem var í símanum á meðan Björn var í pontu, sagði að hann hefði haldið að fyrirspurninni væri beint að öðrum ráðherra. Fyrirspurnin varðaði kaup ríkisins á hugbúnaði en Björn kom hins vegar að tómum kofanum hjá Bjarna. Á myndbandsupptöku úr þingsal má sjá að Bjarni var að nota snjallsíma í sæti sínu á meðan Björn bar upp fyrirspurnina. „Afsakið forseti, ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri beint á annan ráðherra, ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með. Ég verð bara að taka það á mig þó að ég hafi verið hérna í þingsal,“ sagði Bjarni. „Þá er úr vöndu að ráða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sem lagði til að Björn bæri fram fyrirspurn sína aftur og að fjármálaráðherra hlustaði vel. Baðst Bjarni síðan afsökunar og lofaði því að afla upplýsinga til að svara fyrirspurn Björns.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að ráðherrar væru iðulega í símanum þegar þeir væru í þingsal, einkum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Símana nota þeir eflaust til að vera í sambandi við aðstoðarfólk sitt sem situr í hliðarsölum og dælir í þá punktum til að nota í svarræðum. Eða kannski eru þeir í Candy Crush eða kapal, hvað veit ég? En útkoman verður sú að þeir hafi öðrum og mikilvægari skyldum að gegna en að sitja undir ræðum þingmanna; þeir séu í raun og veru annars staðar – að stjórna landinu,“ skrifaði Guðmundur Andri og vildi meina að þetta hafi verið það sem kom Bjarna í koll í gær.Skjáskot/Facebook
Alþingi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira