Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 2. maí 2019 22:32 Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Þrjátíu og tveggja ára gömlum Íslendingi, sem grunaður er um aðild að morði á fertugum Íslendingi í Noregi, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir fulltrúi saksóknaraembættisins, Anja M. Indbjør í samtali við héraðsmiðilinn iFinnmark í Noregi. Íslendingurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraði en því var áfrýjað til áfrýjunardómstóls Hálogalands. Honum var því sleppt síðdegis í dag. Indbjør segir saksóknaraembættið ekki ætla að áfrýja þessum úrskurði. Íslendingurinn neitar sök í málinu en verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, segir skjólstæðing sinn halda því fram að hann hafi reynt að koma í veg fyrir manndráp. „Hann meinar sjálfur að hann hafi ekki átt nokkra aðild. Hann skilur ekki af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir Herstad á vef iFinnmark. Héraðsmiðillinn segir Íslendinginn nú aftur kominn til bæjarins Mehamn.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.GettyYfirheyrður í sex klukkustundir Sá sem er grunaður um morðið heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára gamall, en hann er sakaður um að hafa orðið fertugum hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana aðfaranótt síðastliðins laugardags í Mehamn. Hann var yfirheyrðu í sex klukkustundir í gær og en verjandi hans, Vidar Zahl Arntzen, segir Gunnar hafa útskýrt sína afstöðu til málsins. Zahn Arntzen sagði í samtali við Vísi að Gunnar Jóhann væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þrjátíu og tveggja ára gömlum Íslendingi, sem grunaður er um aðild að morði á fertugum Íslendingi í Noregi, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir fulltrúi saksóknaraembættisins, Anja M. Indbjør í samtali við héraðsmiðilinn iFinnmark í Noregi. Íslendingurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraði en því var áfrýjað til áfrýjunardómstóls Hálogalands. Honum var því sleppt síðdegis í dag. Indbjør segir saksóknaraembættið ekki ætla að áfrýja þessum úrskurði. Íslendingurinn neitar sök í málinu en verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, segir skjólstæðing sinn halda því fram að hann hafi reynt að koma í veg fyrir manndráp. „Hann meinar sjálfur að hann hafi ekki átt nokkra aðild. Hann skilur ekki af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir Herstad á vef iFinnmark. Héraðsmiðillinn segir Íslendinginn nú aftur kominn til bæjarins Mehamn.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.GettyYfirheyrður í sex klukkustundir Sá sem er grunaður um morðið heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára gamall, en hann er sakaður um að hafa orðið fertugum hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana aðfaranótt síðastliðins laugardags í Mehamn. Hann var yfirheyrðu í sex klukkustundir í gær og en verjandi hans, Vidar Zahl Arntzen, segir Gunnar hafa útskýrt sína afstöðu til málsins. Zahn Arntzen sagði í samtali við Vísi að Gunnar Jóhann væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Um hörmulegt slys hafi verið að ræða.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38