Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. maí 2019 22:00 Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira