Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. maí 2019 22:00 Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira