Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2019 12:31 Frá Mehamn, nyrstu byggð Noregs. Nordicphotos/Getty Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni. Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. Alls hafa um fjörutíu manns verið yfirheyrðir í tengslum við rannsóknina á málinu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla. Tilkynning barst lögreglu klukkan hálf sex aðfaranótt laugardagsins að maður hefði verið skotinn til bana í heimahúsi í miðbæ Mehamn. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla Þórs, er í haldi lögreglu grunaður um morð. Gunnar Jóhann var yfirheyrður af lögreglu í gær og viðurkennir aðilda sína að málinu. Hann neitar að hafa af ásetningi ætlað að bana Gísla Þór. „Við erum byrjaðir að móta mynd af því sem gerðist klukkustundirnar áður en morðið var framið. Við höfum rætt við vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða eða voru með hinum grunaða klukkustundirnar á undan,“ segir Torstein Pettersen hjá lögreglunni í Finnmörk. Gunnar Jóhann er í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna málsins. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, er í vikulöngu gæsluvarðhaldi en neitar staðfastlega tengslum við morðið. Hann hafi þó verið í félagsskap Gunnars Jóhanns í fimm klukkustundir eftir morðið. „Við höfum sömuleiðis rætt við vitni sem hafa lýst sambandi hins látna og grunaða lengra aftur í tímann,“ segir Torstein. Gunnar Jóhann og Gísli Þór voru sammæðra og bjuggu báðir í Mehamn í Noregi. Kærasta Gísla Þórs, sem hefur komið fram í fjölmiðlum meðal annars í tengslum við söfnun fyrir flutningi á líki Gísla Þórs til Íslands, er barnsmóðir Gunnars Jóhanns. Þau höfðu slitið samvistum fyrir um tveimur árum. Lögreglan í Finnmörk segir tæknirannsókn á vettvangi að ljúka. Prufuru og sýni hafi verið send til greiningar á rannsóknarstofu. Þá hefur lögregla skotvopn til rannsóknar en koma verði í ljós hvort staðfesting fáist á því að um morðvopnið sé að ræða. Fyrsta fasa rannsóknar lögreglu sé lokið og nú geti lögregla lagt meiri áherslu á að greina þær upplýsingar sem fyrir liggi og með annari eftirfylgni.
Manndráp í Mehamn Noregur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira