Afleiðingar heimilisofbeldis Teitur Guðmundsson skrifar 2. maí 2019 07:00 Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar