Traust fjármálastjórn og betri þjónusta Dagur B. Eggertsson skrifar 1. maí 2019 08:30 Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 voru fjármál borgarinnar í rúst. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt enda vantaði 50 milljarða til að fyrirtækið kæmist í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing en á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu. Um leið var atvinnuleysi í methæðum með tilheyrandi útgjöldum úr borgarsjóði. Þegar ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2018 var lagður fyrir borgarráð í gær var ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hlutans, sem er rekstur og eignir borgarsjóðs skilaði niðurstöðu upp á 4,7 milljarða. Það er á pari við árið 2017 sem einnig var gríðarlega sterkt ár. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið okkar stærsta ár í fjárfestingum í innviðum og þrátt fyrir þá staðreynd að við höfum aukið framlög til skólamála og velferðarmála til muna. Traust fjármálastjórn hefur verið aðalsmerki borgarinnar frá 2010. Þegar svigrúm hefur skapast hefur það verið nýtt til að bæta þjónustu þeirra sem mest þurfa á að halda ásamt því að sinnt hefur verið umfangsmikilli innviðauppbygginu. Reksturinn gengur vel, fjárfestingar eru miklar og sterk staða er á handbæru fé. Um leið eru teikn á lofti í efnahagslífinu og rekstur margra sveitarfélaga í járnum. Ljóst er að sveitarfélög þurfa að halda vel á spöðunum og stýra fjármálum áfram af ábyrgð. Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til að takast á við framtíðina á traustum grunni. Þess vegna fögnum við sérstaklega niðurstöðu þessa ársreiknings sem ber vott um borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, áherslu á góða innviði og síðast en ekki síst – forgangsraðar í þágu aukinna lífsgæða íbúa, velferðar- og skólamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 voru fjármál borgarinnar í rúst. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt enda vantaði 50 milljarða til að fyrirtækið kæmist í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing en á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu. Um leið var atvinnuleysi í methæðum með tilheyrandi útgjöldum úr borgarsjóði. Þegar ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2018 var lagður fyrir borgarráð í gær var ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hlutans, sem er rekstur og eignir borgarsjóðs skilaði niðurstöðu upp á 4,7 milljarða. Það er á pari við árið 2017 sem einnig var gríðarlega sterkt ár. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið okkar stærsta ár í fjárfestingum í innviðum og þrátt fyrir þá staðreynd að við höfum aukið framlög til skólamála og velferðarmála til muna. Traust fjármálastjórn hefur verið aðalsmerki borgarinnar frá 2010. Þegar svigrúm hefur skapast hefur það verið nýtt til að bæta þjónustu þeirra sem mest þurfa á að halda ásamt því að sinnt hefur verið umfangsmikilli innviðauppbygginu. Reksturinn gengur vel, fjárfestingar eru miklar og sterk staða er á handbæru fé. Um leið eru teikn á lofti í efnahagslífinu og rekstur margra sveitarfélaga í járnum. Ljóst er að sveitarfélög þurfa að halda vel á spöðunum og stýra fjármálum áfram af ábyrgð. Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til að takast á við framtíðina á traustum grunni. Þess vegna fögnum við sérstaklega niðurstöðu þessa ársreiknings sem ber vott um borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, áherslu á góða innviði og síðast en ekki síst – forgangsraðar í þágu aukinna lífsgæða íbúa, velferðar- og skólamála.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun