Landverði við Fjaðrárgljúfur boðnar mútur fyrir aðgang Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 14:00 Hanna Jóhansdóttir, landvörður. AP/Egill Bjarnason Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber. Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber.
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15
Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50