Grótta sótti þrjú stig til Akureyrar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 18:25 Gróttu-menn fagna marki mynd/fésbókarsíða Gróttu Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Inkasso-deildin Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Grótta náði sterkan sigur til Akureyrar í dag þegar liðið lagði Þór að velli í Inkassodeild karla. Fjölnir vann Magna örugglega. Þórsarar byrjuðu Inkassodeildina af miklum krafti, það miklum að menn voru farnir að spá þeim öruggum sigri í deildinni þó aðeins tvær umferðir væru liðnar. Þeim var þó kippt rækilega á jörðina í dag þegar Grótta, sem kom upp úr annarri deild í haust, mætti á Þórsvöllinn og tók öll stigin þrjú sem í boði voru. Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti en gestirnir komust yfir strax á fyrstu mínútu. Það var hinn ungi Axel Sigurðarson sem gerði markið eftir frábært spil upp völlinn. Á þriðju mínútu leiksins fékk Grótta víti. Axel var kominn einn í gegnum vörn Þórs en Aron Birkir Stefánsson markvörður braut á honum og víti dæmt. Óliver Dagur Thorlacius fór á punktinn og skoraði örugglega. 2-0 fyrir Gróttu eftir þrjár mínútur. Hasarinn í upphafi var ekki búinn, heimamenn fengu vítaspyrnu á sjöttu mínútu leiksins. Brotið á Sveini Elíasi Jónssyni innan vítateigs. Nacho Gil fór á punktinn og hann skoraði einnig örugglega. Eftir þessar svaðalegu upphafsmínútur róaðist aðeins á leiknum og næsta mark kom ekki fyrr en á 37. mínútu. Þar voru á ferðinni markaskorarar Gróttu. Ólviver Dagur átti góða sendingu inn á Axel sem skoraði með góðu skoti. Staðan í hálfleik 3-1 fyrir Gróttu. Þórsarar fengu annað víti í upphafi seinni hálfleiks. Nacho Gil fór aftur á punktinn og skilaði spyrnunni aftur örugglega í netið. Róðurinn varð erfiðari fyrir heimamenn á 61. mínútu þegar Orri Sigurjónsson fékk beint rautt spjald. Þrátt fyrir það voru það Þórsarar sem sóttu undir lok leiksins, enda undir í leiknum. Þeir uppskáru þó ekki mark, leiknum lauk með 3-2 sigri Gróttu. Þetta var fyrsti sigur Gróttu í deildinni og fyrsta tap Þórsara. Á Extra vellinum í Grafarvogi tóku Fjölnismenn á móti Magna. Heimamenn komust yfir snemma leiks þegar Guðmundur Karl Guðmundsson skoraði á 13. mínútu með góðu skoti. Fjölnismenn sóttu og sóttu í upphafi og á 26. mínútu skoraði Albert Brynar Ingason annað mark þeirra. Fjölnir hefði getað leitt með fleiri mörkum í hálfleik en staðan aðeins 2-0 þegar farið var til búningsherbergja. Á 50. mínútu skoraði Hans Viktor Guðmundsson þriðja mark Fjölnis og sigurinn nokkurn veginn í höfn. Norðanmenn náðu að klóra í bakkann strax sex mínútum seinna en það dugði ekki til því Ingibergur Kort Sigurðsson kláraði leikinn fyrir Fjölni á 83. mínútu. Sigurpáll Melberg Pálsson fékk sitt annað gula spjald á 76. mínútu og því léku Fjölnismenn einum færri síðasta korterið. Magnamenn gátu ekki nýtt sér liðsmuninn, lokatölur 4-1 í Grafarvogi. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Inkasso-deildin Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira