Hatara tjáð að þeir hefðu farið yfir strikið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:28 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara. Vísir/Getty Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“ Eurovision Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“
Eurovision Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira