Spenna í loftinu þegar Hatari kvaddi sína nánustu Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 10:30 Klemens og Gísli betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmaður Hatara, fara yfir málin rétt fyrir brottför. Vísir/Kolbeinn Tumi Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag. Eurovision Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag.
Eurovision Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira