Handhafi dýrmætasta minjagrips Íslands í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 09:37 Peter Fenner ásamt Einari Hrafni Stefánssyni sem skrifaði að sjálfsögðu á fánann. Vísir/Kolbeinn Tumi Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner
Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira