Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 09:00 Loreen hin sænska fagnar sigri árið 2012 í Aserbaídsjan. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. Þrisvar á þessari öld, og sjö sinnum í heildina, hefur sigurlagið setið í sæti númer sautján úrslitakvöldið en almennt er viðurkennt að betra sé að vera í seinni hlutanum en þeim fyrri. Eurovision hefur tekið miklum breytingum í seinni tíð. Þátttökuþjóðum hefur fjölgað til muna þannig að 17. sæti árið 1980 var þriðja síðasta sætið. Undanfarin ár, þegar 26 þjóðir hafa keppt í úrslitum, er sætið rétt fyrir aftan miðju. Fyrirkomulagið varðandi hvernig atriðin raðast er blanda af lukku og ákvörðun gestgjafans. Þannig dró Klemens Nikulás Hannigan miða eftir fyrra undanúrslitakvöldið þar sem fram kom að Ísland væri í seinni hlutanum. Síðan er það ákvörðun sjónvarpsfólksins í Ísrael hvernig löndin raðast í fyrri og seinni hlutann. Af þeim þjóðum sem taldar eru líklegastar til að vinna annað kvöld þá eru Hollendingar taldir langsigurstranglegastir með 44% líkur á sigri. Söngvari þeirra, Duncan Laurence er tólfti á svið, en Svíinn John Lundvik er níundi á svið. Aserbaídsjan er 20. á svið, Ítalir 22. atriði, Sviss 24. á svið og Ástralir 25. og næstsíðastir. Öllum þjóðunum er spáð velgengni á laugardagskvöldið.Töluverðar greiningar hafa verið gerðar á röðun laganna í gegnum tíðina og kennir ýmissa grasa. Lagið sem er númer tvö í röðinni úrslitakvöldið hefur til dæmis aldrei unnið keppnina. Sé litið til árangurs frá árinu 2003 hefur átjánda sætið skilað flestum stigum í heildina en annað sætið fæstum. Þá þykir ekki vænlegt til árangurs að vera með rólega ballöðu snemma í keppninni. Ef þú ert með lag í fyrri hlutanum er betra að það sé á góðu tempói. En á öllu þessu eru undantekningar. Atriðin sjö sem sigrað hafa í Eurovision í 17. sæti eru Íslendingum mörg hver að góðu kunn. Hlusta má á nokkur hér að neðan. Johnny Logan fyrir Írland með What's Another Year árið 1980Lordi fyrir Finnland með Hard Rock Hallelujah árið 2006Marija Serifovic fyrir Serbíu með Molitva árið 2007Loreen fyrir Svíþjóð með Euphoria árið 2012. Eurovision Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. Þrisvar á þessari öld, og sjö sinnum í heildina, hefur sigurlagið setið í sæti númer sautján úrslitakvöldið en almennt er viðurkennt að betra sé að vera í seinni hlutanum en þeim fyrri. Eurovision hefur tekið miklum breytingum í seinni tíð. Þátttökuþjóðum hefur fjölgað til muna þannig að 17. sæti árið 1980 var þriðja síðasta sætið. Undanfarin ár, þegar 26 þjóðir hafa keppt í úrslitum, er sætið rétt fyrir aftan miðju. Fyrirkomulagið varðandi hvernig atriðin raðast er blanda af lukku og ákvörðun gestgjafans. Þannig dró Klemens Nikulás Hannigan miða eftir fyrra undanúrslitakvöldið þar sem fram kom að Ísland væri í seinni hlutanum. Síðan er það ákvörðun sjónvarpsfólksins í Ísrael hvernig löndin raðast í fyrri og seinni hlutann. Af þeim þjóðum sem taldar eru líklegastar til að vinna annað kvöld þá eru Hollendingar taldir langsigurstranglegastir með 44% líkur á sigri. Söngvari þeirra, Duncan Laurence er tólfti á svið, en Svíinn John Lundvik er níundi á svið. Aserbaídsjan er 20. á svið, Ítalir 22. atriði, Sviss 24. á svið og Ástralir 25. og næstsíðastir. Öllum þjóðunum er spáð velgengni á laugardagskvöldið.Töluverðar greiningar hafa verið gerðar á röðun laganna í gegnum tíðina og kennir ýmissa grasa. Lagið sem er númer tvö í röðinni úrslitakvöldið hefur til dæmis aldrei unnið keppnina. Sé litið til árangurs frá árinu 2003 hefur átjánda sætið skilað flestum stigum í heildina en annað sætið fæstum. Þá þykir ekki vænlegt til árangurs að vera með rólega ballöðu snemma í keppninni. Ef þú ert með lag í fyrri hlutanum er betra að það sé á góðu tempói. En á öllu þessu eru undantekningar. Atriðin sjö sem sigrað hafa í Eurovision í 17. sæti eru Íslendingum mörg hver að góðu kunn. Hlusta má á nokkur hér að neðan. Johnny Logan fyrir Írland með What's Another Year árið 1980Lordi fyrir Finnland með Hard Rock Hallelujah árið 2006Marija Serifovic fyrir Serbíu með Molitva árið 2007Loreen fyrir Svíþjóð með Euphoria árið 2012.
Eurovision Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira