Matvælastofnun minnir á bann við dýraáti dýra vegna smithættu Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. maí 2019 08:15 Svín. fréttablaðið/GVA Borgarfjarðarhreppur hefur ákveðið að fá svín til sín til að farga lífrænum úrgangi sem til fellur í bænum og éta heimilissorp í stað þess að aka því rúma 60 kílómetra til förgunar á Fljótsdalshéraði. Matvælastofnun hefur hins vegar sett strik í reikninginn hvað þetta varðar og segir bannað að gefa svínum dýraafurðir og eldhúsúrgang. Helgi Hlynur Ásgrímsson er einn forvígismanna þess að fá svín til að éta heimilissorp og telur það ágæta lausn þegar kemur að loftslagsmálum í stað þess að aka sorpi með tilheyrandi mengun. „Því höfum við horft til þess að fá svín til að éta frá okkur lífrænan úrgang og nýta þannig matarafganga betur,“ segir Helgi Hlynur en Fréttablaðið náði tali af honum í miðjum sauðburði. Matvælastofnun hefur hins vegar skorist í leikinn og bendir á að fóðrun dýra með dýraafurðum eða eldhúsúrgangi geti haft alvarlegar afleiðingar og segir þetta eina helstu smitleið margra alvarlegra smitsjúkdóma í dýr. „Samkvæmt fóðurlögum og reglugerð um aukaafurðir dýra er bannað að fóðra búfé, að loðdýrum undanskildum, með kjöti og öðrum dýraafurðum öðrum en mjólk og eggjum í ákveðnum tilfellum. Reglurnar banna jafnframt notkun hvers kyns eldhúsúrgangs, bæði frá heimilum og veitingastöðum, sem fóðurs fyrir dýr,“ segir Matvælastofnun. Helgi Hlynur segir reglurnar vera til trafala. „Auðvitað er þetta eitthvert reglugerðafargan. Við munum reyna að eiga samtal við Matvælastofnun í sumar til að geta hafist handa við þetta verkefni næsta haust,“ segir Helgi. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Borgarfjarðarhreppur hefur ákveðið að fá svín til sín til að farga lífrænum úrgangi sem til fellur í bænum og éta heimilissorp í stað þess að aka því rúma 60 kílómetra til förgunar á Fljótsdalshéraði. Matvælastofnun hefur hins vegar sett strik í reikninginn hvað þetta varðar og segir bannað að gefa svínum dýraafurðir og eldhúsúrgang. Helgi Hlynur Ásgrímsson er einn forvígismanna þess að fá svín til að éta heimilissorp og telur það ágæta lausn þegar kemur að loftslagsmálum í stað þess að aka sorpi með tilheyrandi mengun. „Því höfum við horft til þess að fá svín til að éta frá okkur lífrænan úrgang og nýta þannig matarafganga betur,“ segir Helgi Hlynur en Fréttablaðið náði tali af honum í miðjum sauðburði. Matvælastofnun hefur hins vegar skorist í leikinn og bendir á að fóðrun dýra með dýraafurðum eða eldhúsúrgangi geti haft alvarlegar afleiðingar og segir þetta eina helstu smitleið margra alvarlegra smitsjúkdóma í dýr. „Samkvæmt fóðurlögum og reglugerð um aukaafurðir dýra er bannað að fóðra búfé, að loðdýrum undanskildum, með kjöti og öðrum dýraafurðum öðrum en mjólk og eggjum í ákveðnum tilfellum. Reglurnar banna jafnframt notkun hvers kyns eldhúsúrgangs, bæði frá heimilum og veitingastöðum, sem fóðurs fyrir dýr,“ segir Matvælastofnun. Helgi Hlynur segir reglurnar vera til trafala. „Auðvitað er þetta eitthvert reglugerðafargan. Við munum reyna að eiga samtal við Matvælastofnun í sumar til að geta hafist handa við þetta verkefni næsta haust,“ segir Helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira