Óvissunni um Madonnu loksins eytt Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 12:42 Madonna mun flytja lögin Like a Prayer og Future en kostnaðurinn við að fá hana er sagður nema einni milljón dollara. Vísir/Getty Eftir viðræður mánuðum saman liggur loks ljóst fyrir að Madonna kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn í Tel Aviv. The Jerusalem Post greinir frá því að Madonna hafi skrifað undir samning þess efnis í morgun. Söngkonan mun hafa komið til Tel Aviv seint á þriðjudagskvöld og lenti upp á kant við skipuleggjendur vegna þess að æfingar áttu að fara fram í höllinni án þess að skrifað hefði verið undir. Madonna æfði í keppnishöllinni í gær og hefur nú samþykkt að koma fram samkvæmt miðlum hér ytra. Von er á tilkynningu frá EBU, Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Madonna æfði aftur í Expo Tel Aviv höllinni í morgun. Líkt og í gær æfði Madonna fyrir luktum dyrum og vakti það athygli margra í höllinni hve mjög aðgangur var skyndilega hertur og öryggisgæsla aukinn. Töldu margir líklegt að Madonna væri að æfa sem nú hefur verið staðfest. Ekki liggur fullkomlega fyrir hvað Madonnu og EBU hefur greint á um. Blaðamaður Jerusalem Post telur greiðslur fyrir laugardagskvöldið ekki vandamálið þar sem milljarðamæringurinn Sylvan Adams greiðir þann kostnað úr eigin vasa. Aðrir miðlar hafa gert að því skóna að deilur EBU og Madonnu snúist frekar um höfundaréttarmál eða pólitísk skilaboð í atriði hennar. Madonna hefur verið iðinn við að birta myndir og myndbönd af sér á Instagram undanfarna tvo daga í fullum skrúða. Reiknað er með að Madonna komi fram á laugardagskvöldið á meðan símakosningunni stendur. Reiknað er með að hún taki lögin Like a Prayer og Future. Rapparinn Quavo úr tríóinu Migos, sem vann með Madonnu að gerð Future, mun koma fram með henni. Quavo heldur einmitt tónleika í Tel Aviv í kvöld sem uppselt er á. Eurovision Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Eftir viðræður mánuðum saman liggur loks ljóst fyrir að Madonna kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn í Tel Aviv. The Jerusalem Post greinir frá því að Madonna hafi skrifað undir samning þess efnis í morgun. Söngkonan mun hafa komið til Tel Aviv seint á þriðjudagskvöld og lenti upp á kant við skipuleggjendur vegna þess að æfingar áttu að fara fram í höllinni án þess að skrifað hefði verið undir. Madonna æfði í keppnishöllinni í gær og hefur nú samþykkt að koma fram samkvæmt miðlum hér ytra. Von er á tilkynningu frá EBU, Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Madonna æfði aftur í Expo Tel Aviv höllinni í morgun. Líkt og í gær æfði Madonna fyrir luktum dyrum og vakti það athygli margra í höllinni hve mjög aðgangur var skyndilega hertur og öryggisgæsla aukinn. Töldu margir líklegt að Madonna væri að æfa sem nú hefur verið staðfest. Ekki liggur fullkomlega fyrir hvað Madonnu og EBU hefur greint á um. Blaðamaður Jerusalem Post telur greiðslur fyrir laugardagskvöldið ekki vandamálið þar sem milljarðamæringurinn Sylvan Adams greiðir þann kostnað úr eigin vasa. Aðrir miðlar hafa gert að því skóna að deilur EBU og Madonnu snúist frekar um höfundaréttarmál eða pólitísk skilaboð í atriði hennar. Madonna hefur verið iðinn við að birta myndir og myndbönd af sér á Instagram undanfarna tvo daga í fullum skrúða. Reiknað er með að Madonna komi fram á laugardagskvöldið á meðan símakosningunni stendur. Reiknað er með að hún taki lögin Like a Prayer og Future. Rapparinn Quavo úr tríóinu Migos, sem vann með Madonnu að gerð Future, mun koma fram með henni. Quavo heldur einmitt tónleika í Tel Aviv í kvöld sem uppselt er á.
Eurovision Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira