Kenísk fótboltabörn þakklát Íslendingum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. maí 2019 06:15 Hér má sjá börnin í fótboltatreyjum frá FH. Mynd/Paul Ramses Paul Ramses, ásamt konu sinni og með hjálp íslenskra vina, stofnaði góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Nú er stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum, keppi á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum í júlí. Paul segir mikilvægt fyrir börnin í skólanum að fá aukin tækifæri og von til betra lífs en mikil fátækt er á svæðinu „Menntun eykur lífsgæði fólksins, veitir því öryggi og tækifæri. Fótboltinn getur svo aukið tækifærin enn frekar auk þess að skapa liðsheild og samvinnu. Fótbolti færir fólk saman.“Paul Ramses flytur inn fótboltalið frá Kenya. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari JóhannssonMikil velvild hefur verið fyrir verkefninu og hafa margir lagt hönd á plóg. „Fólk hefur sýnt okkur mikinn stuðning og hjálpað mikið til. Hafnarfjarðarbær mun til dæmis gefa strákunum mat og sjá þeim fyrir gistingu á meðan á dvölinni stendur, Rey Cup, sem skipulagt er af Þrótti, býður liðinu á mótið svo þeir þurfa ekki að borga mótsgjald og FH, Haukar og Breiðablik hafa gefið börnunum búninga. Nú vantar okkur bara peninga fyrir ferðakostnaðinum,“ segir Paul. Nú þegar hafa safnast rúmar 700 þúsund krónur en áætlaður ferðakostnaður eru tvær og hálf milljón. Paul var áberandi í íslenskum fjölmiðlum árið 2008 þegar honum var vísað úr landi og fjölskyldu hans var tvístrað. Kona hans og barn urðu eftir á Íslandi. Paul fékk ásamt fjölskyldu sinni hæli á Íslandi árið 2010 og segir hann að þessi reynsla hafi styrkt hann í því sem á eftir kom. „Það að lenda í lífsreynslu sem þessari getur haft styrkjandi áhrif á einstaklinga, það skiptir bara máli hvernig maður horfir á hlutina.“ Aðspurður hvers vegna þau hjónin hafi ráðist í þetta verkefni segir Paul að það jafnrétti sem náðst hafi hér á landi hafi vakið þau til umhugsunar um ástandið í Kenýa. „Systir mín varð ólétt að sínu fyrsta barni þegar hún var aðeins 12 ára, hún eignaðist ellefu börn. Þetta er ekki óalgengt í Kenýa. Okkur langaði að valdefla konur á okkar heimaslóðum þar sem ástandið er ólíkt ástandinu hér. Það vildum við gera með því að mennta fólk og efla konur. Fótboltinn var svo góð viðbót.“ Paul bætir því við að krakkarnir séu þakklátir þeim stuðningi sem Íslendingar hafi sýnt þeim. „Krakkarnir vita að þau eigi vini á Íslandi og að Íslendingar séu ástæða þess að þau geti farið í skóla og stundað fótbolta. Þetta vekur gleði hjá krökkunum og fjölskyldum þeirra. Það væri því frábært fyrir krakkana að geta komið til Íslands og kynnst betur landi og þjóð og þakkað fyrir sig.“ Frekari upplýsingar um hvernig leggja má verkefninu lið er að finna á Facebook-síðunni: Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Paul Ramses, ásamt konu sinni og með hjálp íslenskra vina, stofnaði góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Nú er stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum, keppi á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum í júlí. Paul segir mikilvægt fyrir börnin í skólanum að fá aukin tækifæri og von til betra lífs en mikil fátækt er á svæðinu „Menntun eykur lífsgæði fólksins, veitir því öryggi og tækifæri. Fótboltinn getur svo aukið tækifærin enn frekar auk þess að skapa liðsheild og samvinnu. Fótbolti færir fólk saman.“Paul Ramses flytur inn fótboltalið frá Kenya. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari JóhannssonMikil velvild hefur verið fyrir verkefninu og hafa margir lagt hönd á plóg. „Fólk hefur sýnt okkur mikinn stuðning og hjálpað mikið til. Hafnarfjarðarbær mun til dæmis gefa strákunum mat og sjá þeim fyrir gistingu á meðan á dvölinni stendur, Rey Cup, sem skipulagt er af Þrótti, býður liðinu á mótið svo þeir þurfa ekki að borga mótsgjald og FH, Haukar og Breiðablik hafa gefið börnunum búninga. Nú vantar okkur bara peninga fyrir ferðakostnaðinum,“ segir Paul. Nú þegar hafa safnast rúmar 700 þúsund krónur en áætlaður ferðakostnaður eru tvær og hálf milljón. Paul var áberandi í íslenskum fjölmiðlum árið 2008 þegar honum var vísað úr landi og fjölskyldu hans var tvístrað. Kona hans og barn urðu eftir á Íslandi. Paul fékk ásamt fjölskyldu sinni hæli á Íslandi árið 2010 og segir hann að þessi reynsla hafi styrkt hann í því sem á eftir kom. „Það að lenda í lífsreynslu sem þessari getur haft styrkjandi áhrif á einstaklinga, það skiptir bara máli hvernig maður horfir á hlutina.“ Aðspurður hvers vegna þau hjónin hafi ráðist í þetta verkefni segir Paul að það jafnrétti sem náðst hafi hér á landi hafi vakið þau til umhugsunar um ástandið í Kenýa. „Systir mín varð ólétt að sínu fyrsta barni þegar hún var aðeins 12 ára, hún eignaðist ellefu börn. Þetta er ekki óalgengt í Kenýa. Okkur langaði að valdefla konur á okkar heimaslóðum þar sem ástandið er ólíkt ástandinu hér. Það vildum við gera með því að mennta fólk og efla konur. Fótboltinn var svo góð viðbót.“ Paul bætir því við að krakkarnir séu þakklátir þeim stuðningi sem Íslendingar hafi sýnt þeim. „Krakkarnir vita að þau eigi vini á Íslandi og að Íslendingar séu ástæða þess að þau geti farið í skóla og stundað fótbolta. Þetta vekur gleði hjá krökkunum og fjölskyldum þeirra. Það væri því frábært fyrir krakkana að geta komið til Íslands og kynnst betur landi og þjóð og þakkað fyrir sig.“ Frekari upplýsingar um hvernig leggja má verkefninu lið er að finna á Facebook-síðunni: Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent