Segja Netflix sýna íslenskri kvikmynd mikinn áhuga Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 13:36 Aðalhluverkin í Eden eru í höndum Telmu Huldar Jóhannesdóttur og Hansel Eagle. Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Streymisveitan Netflix hefur sýnt nýrri íslenskri mynd mikinn áhuga. Þetta kom fram í spjalli Heimis Karlssonar og Gunnlaugs Helgasonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu við aðstandendur myndarinnar Eden. Myndin var frumsýnd í síðustu viku en hún segir frá parinu Lóu og Ólíver sem á sér stóra drauma en neyðist til að selja eiturlyf á götunni til að framfleyta sér. Um er að ræða klassíska sögu um elskendur á flótta, í ætt við Bonnie og Clyde og True Romance, en handritshöfundur og leikstjóri hennar, Snævar Sölvi Sölvason, sagðist hafa snúið hlutverkunum á hvolf. Hægt er að hlusta á spjall við þá Snævar Sölva og Hansel Eagle, annan af aðalleikurum myndarinnar, í Bítinu hér fyrir neðan.Í hinni hefðbundnu sögu um elskendur á flótta er það oftast karlinn sem er smákrimmi og konan hoppar á vagninn með honum, en í þessari mynd er það konan sem fer fyrir framgangi þeirra í undirheimunum. Er um að ræða spennumynd með afar gamansömu ívafi. Þeir sögðu viðtökurnar hér á landi með ágætum en þeirra maður í Los Angeles hefði þó tjáð þeim að myndin hefði vakið áhuga streymisveiturisans Netflix. Þá hafa aðrar streymisveitur einnig sýnt myndinni mikinn áhuga, sem gæti þýtt að myndin muni ná inn á Bandaríkja- og Kínamarkað. Hægt er að sjá stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Netflix Tengdar fréttir Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Á flótta með 60 milljónir Parið Lóa og Óliver ákveður að taka málin í sínar hendur þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin. 27. febrúar 2019 09:00