Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins Sighvatur Jónsson skrifar 15. maí 2019 12:15 Frá útivistarsvæðinu í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars. Fjölmiðlar hafa fjallað um ófullnægjandi geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum landsins. Lögum samkvæmt skal föngum tryggður aðgangur að slíkri þjónustu. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti fyrr á árinu að bætt yrði úr geðheilbrigðisþjónustu við fanga.Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir viðræðum við þá sem eru tilbúnir að taka að sér að útfæra og veita geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum á Íslandi. Gerð er krafa um þverfaglegt teymi með sérhæfingu og reynslu af geðheilbrigðisþjónustu. Fagleg yfirstjórn skal vera í höndum geðlæknis með að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu.María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Mynd/StjórnarráðiðGeðheilbrigðisþjónusta í öruggari farveg María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir markmiðið vera að koma geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öruggari farveg en áður. „Það er verið að bæta við umtalsverðu fjármagni og leggja áherslu á það að byggja upp vel skilgreinda og samræmda þjónustu sem er í takt við þarfirnar í hverju fangelsi fyrir sig,“ segir María. Hún vonar að hægt verði að ganga frá samningum nokkuð hratt í byrjun sumars. Verkefnið nær til fimm fangelsa landsins; Hólmsheiði, Kvíabryggju, Litla Hrauni, Sogni og Akureyri, þar sem samtals er rými fyrir 200 fanga. „Verkefnið er tvískipt. Annars vegar að skilgreina þjónustuferla, setja upp verklagsreglur, staðla og þess háttar. Hins vegar að koma beint að þjónustunni við einstaklingana í samvinnu við heilsugæslurnar á landinu sem almennt veita þjónustu í þeim fangelsum sem eru á hverju svæði fyrir sig, og svo auðvitað í samstarfi við Fangelsismálastofnun sem hefur á sínum snærum sálfræðiþjónustu,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira