Loftslagssjóður sem Hildur stýrir fær 500 milljónir króna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2019 16:31 Hildur Knútsdóttir hefur verið verðlaunuð fyrir ritstörf sín. Stjórnarráðið Hildur Knútsdóttir hefur verið skipuð formaður stjórnar loftslagssjóðs, en sjóðnum er ætlað að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Til þess fær hann um 500 milljónir króna á næstu fimm árum. Meðlimir stjórnarinnar eru fjórir. Auk fyrrnefndrar Hildar sitja þau Helga Barðadóttir, Snjólaug Ólafsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson í stjórn loftslagssjóðsins. Snjólaug situr í stjórninni samkvæmt tilnefningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Hjálmar samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka. Eins og getið er á vef Stjórnarráðsins, þar sem greint er frá skipuninni, þá er Hildur rithöfundur sem „hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig miklu varða og er yfirlýstur aðgerðasinni í loftslagsmálum,“ eins og það er orðað. Hildur lauk BA gráðu í bókmenntum og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands árið 2010. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 2011 en hún hefur bæði hlotið Fjöruverðlaunin, sem og Íslensku bókmenntaverðlaunin, fyrir verk sín. Rannís mun annast umsýslu loftslagssjóðsins en samkvæmt frumvarpi um breytingar á loftslagslögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður hlutverk sjóðsins að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála. „Sjóðurinn á meðal annars að styrkja þróunarstarf og rannsóknir á sviði loftslagsvænnar tækniþróunar og nýsköpunar á Íslandi og verkefni sem lúta að rannsóknum, kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga,“ segir á vef Stjórnarráðsins og því bætt við að alls verði um 500 milljónum króna varið til sjóðsins á fimm ára tímabili. Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Hildur Knútsdóttir hefur verið skipuð formaður stjórnar loftslagssjóðs, en sjóðnum er ætlað að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Til þess fær hann um 500 milljónir króna á næstu fimm árum. Meðlimir stjórnarinnar eru fjórir. Auk fyrrnefndrar Hildar sitja þau Helga Barðadóttir, Snjólaug Ólafsdóttir og Hjálmar Hjálmarsson í stjórn loftslagssjóðsins. Snjólaug situr í stjórninni samkvæmt tilnefningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Hjálmar samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka. Eins og getið er á vef Stjórnarráðsins, þar sem greint er frá skipuninni, þá er Hildur rithöfundur sem „hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig miklu varða og er yfirlýstur aðgerðasinni í loftslagsmálum,“ eins og það er orðað. Hildur lauk BA gráðu í bókmenntum og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands árið 2010. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 2011 en hún hefur bæði hlotið Fjöruverðlaunin, sem og Íslensku bókmenntaverðlaunin, fyrir verk sín. Rannís mun annast umsýslu loftslagssjóðsins en samkvæmt frumvarpi um breytingar á loftslagslögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður hlutverk sjóðsins að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála. „Sjóðurinn á meðal annars að styrkja þróunarstarf og rannsóknir á sviði loftslagsvænnar tækniþróunar og nýsköpunar á Íslandi og verkefni sem lúta að rannsóknum, kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga,“ segir á vef Stjórnarráðsins og því bætt við að alls verði um 500 milljónum króna varið til sjóðsins á fimm ára tímabili.
Loftslagsmál Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira