Veita fyrirtækjum aðhald svo launahækkanir fari ekki út í verðlag Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2019 14:09 Drífa Snædal, forseti ASÍ, vill aukna umræðu um verðlag og að fylgst verði vel með því í kjölfar launahækkanna. Vísir/vilhelm Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún. Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Alþýðusamband Íslands ætlar að fjölga verðkönnunum og styrkja Verðlagseftirlit sitt til muna til að veita fyrirtækjum aðalhald svo launahækkanir nýsamþykktra kjarasamninga fari ekki út í verðlagið. Forseti ASÍ segir að fyrirtækin verði að axla ábyrgð og eigi ekki að þurfa að hækka vöruverð. Fjölmargar ábendingar um verðhækkanir hafa borist til Verðlagseftirlits ASÍ í kjölfar nýrra kjarasamninga. Til að bregðast við hefur Verðlageftirlitið sett á fót nýjan Facebook hóp sem ber nafnið Vertu á verði - eftirlit með verðlagi. Þar geta neytendur sett inn ábendingar og fylgst með fyrirtækjum sem hækka verð á vörum sínum. Hópurinn hefur vaxið hratt og vonast Drifa Snædal, forseti ASÍ, til þess að hópur sem þessi veiti fyrirtækjum aðhald. „Tilgangurinn er að veita neytendum upplýsingar um verðlag. Búa til skipulag þar sem neytendur geta skipst á upplýsingum um verðlag og annað sem máli skiptir. Síðast en ekki síst veita fyrirtækjum aðhald svo þau séu ekki að hækka verð. Kjarasamningarnir sem við gerðum núna byggja á því að verðlag haldist stöðugt og allir leggi sitt að mörkum svo þetta gangi upp,“ segir hún. Hún bendir á að fyrirtæki verði að gera sér grein fyrir því að það þurfi allir að leggjast á árarnar til þess að nýsamþykktir kjarasamningar gangi upp. Fyrirtæki eigi ekki að þurfa að hækka verð. „Það er veðjað á að það sé hægt að greiða launahækkanir í gegnum væntanlegar vaxtalækkanir, eða vonandi. Við vorum að skapa skilyrði til þess,“ segir hún. Efla á verðlageftirlitið og auka tíðni verðkannanna. „Við vitum að þær hafa áhrif. Þær hafa áhrif á fyrirtæki þar sem þær halda aftur af verðhækkunum því fyrirtæki vita að það er verið að fylgjast með þeim verðlagseftirliti ASÍ. Þannig að við ætlum að auka þá tíðni. Síðan ætlum við að þróa svona upplýsinga vettvang fyrir neytendur til að skiptast á upplýsingum um verð og gæði vara,“ segir hún.
Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira