Greinilegur kynslóðamunur á afstöðu til þungunarrofs Ari Brynjólfsson og Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. maí 2019 06:00 Mikil fagnaðarlæti brutust út á þingpöllum Alþingis í gær þegar ný lög um þungunarrof voru samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Vísir/Vilhelm Mikil fagnaðarlæti brutust út á þingpöllum Alþingis í gær þegar ný lög um þungunarrof voru samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Hafði fjöldi kvenna komið þar saman til að sjá málinu siglt í höfn. Lögin taka gildi 1. september næstkomandi, þá munu konur hafa fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. Meirihluti landsmanna styður 22 vikna viðmið á þungunarrofi samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettablaðið.is. Alls segjast 50,6 prósent vera hlynnt því að heimila þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu. 34,3 prósent eru andvíg og 15,1 prósent hvorki hlynnt né andvígt. Málið var mjög umdeilt þegar frumvarpið kom til atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að um væri að ræða löngu tímabæra breytingu sem snúi að öryggi og frelsi kvenna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kaus gegn lögunum, sagði hann að það ætti enn eftir að velta mörgum steinum. „Mér finnst að við sérhverju álitamáli sem hefur komið upp, sérstaklega varðandi viðmiðunartímann, þá hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. Mér finnst kvenfrelsi skipta gríðarlega miklu máli. En mér finnst kvenfrelsi samt ekki trompa hvert einasta annað álitamál,“ sagði Bjarni. Fleiri Sjálfstæðismenn settu sig upp á móti 22. vikna viðmiðinu þó svo að þeir styddu frumvarpið að öðru leyti. Breytingartillaga Páls Magnússonar um að færa viðmiðunartímann frá 22. viku til 20. viku var felld. Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, fjórir greiddu atkvæði með, tveir sátu hjá og tveir voru fjarverandi. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu ekki atkvæði með frumvarpinu. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði hættu á að hópar mynduðust til að berjast fyrir breytingum lögunum. Var hann einn af nokkrum þingmönnum sem sögðu að þörf væri á frekari umræðu um málið þar sem mörg sjónarmið tækjust á um viðkvæmt málefni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kannaðist ekki við það. Hún hefði lengi tekið þátt í samfélagsumræðu um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, heimild þeirra til þungunarrofs og mörk lífs og dauða. Greinilegur kynslóðamunur er á afstöðu til málsins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yfirgnæfandi meirihluti yngstu aldurshópanna hlynntur því að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu. Dæmið snýst svo við þegar litið er til elsta aldurshópsins. Konur eru hlynntari 22 vikna viðmiðinu en karlar. 58 prósent kvenna eru hlynnt, 32 prósent andvíg og ellefu prósent hvorki né. Meðal karla eru 44 prósent hlynnt, 37 prósent andvíg og 20 prósent hvorki né. Þá eru íbúar höfuðborgarsvæðisins hlynntari 22 vikna viðmiðinu en íbúar á landsbyggðinni. 57 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlynnt, 30 prósent andvíg og 13 prósent hvorki né. 38 prósent íbúa á landsbyggðinni eru hlynnt viðmiðinu, 43 prósent andvíg og 19 prósent hvorki né. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. – 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku rúmlega 90 prósent afstöðu til spurningarinnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Mikil fagnaðarlæti brutust út á þingpöllum Alþingis í gær þegar ný lög um þungunarrof voru samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Hafði fjöldi kvenna komið þar saman til að sjá málinu siglt í höfn. Lögin taka gildi 1. september næstkomandi, þá munu konur hafa fullt ákvörðunarvald um hvort þær ala barn fram að lokum 22. viku meðgöngu. Meirihluti landsmanna styður 22 vikna viðmið á þungunarrofi samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettablaðið.is. Alls segjast 50,6 prósent vera hlynnt því að heimila þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu. 34,3 prósent eru andvíg og 15,1 prósent hvorki hlynnt né andvígt. Málið var mjög umdeilt þegar frumvarpið kom til atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að um væri að ræða löngu tímabæra breytingu sem snúi að öryggi og frelsi kvenna.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kaus gegn lögunum, sagði hann að það ætti enn eftir að velta mörgum steinum. „Mér finnst að við sérhverju álitamáli sem hefur komið upp, sérstaklega varðandi viðmiðunartímann, þá hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. Mér finnst kvenfrelsi skipta gríðarlega miklu máli. En mér finnst kvenfrelsi samt ekki trompa hvert einasta annað álitamál,“ sagði Bjarni. Fleiri Sjálfstæðismenn settu sig upp á móti 22. vikna viðmiðinu þó svo að þeir styddu frumvarpið að öðru leyti. Breytingartillaga Páls Magnússonar um að færa viðmiðunartímann frá 22. viku til 20. viku var felld. Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, fjórir greiddu atkvæði með, tveir sátu hjá og tveir voru fjarverandi. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu ekki atkvæði með frumvarpinu. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sagði hættu á að hópar mynduðust til að berjast fyrir breytingum lögunum. Var hann einn af nokkrum þingmönnum sem sögðu að þörf væri á frekari umræðu um málið þar sem mörg sjónarmið tækjust á um viðkvæmt málefni. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kannaðist ekki við það. Hún hefði lengi tekið þátt í samfélagsumræðu um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, heimild þeirra til þungunarrofs og mörk lífs og dauða. Greinilegur kynslóðamunur er á afstöðu til málsins. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er yfirgnæfandi meirihluti yngstu aldurshópanna hlynntur því að þungunarrof verði heimilað til loka 22. viku meðgöngu. Dæmið snýst svo við þegar litið er til elsta aldurshópsins. Konur eru hlynntari 22 vikna viðmiðinu en karlar. 58 prósent kvenna eru hlynnt, 32 prósent andvíg og ellefu prósent hvorki né. Meðal karla eru 44 prósent hlynnt, 37 prósent andvíg og 20 prósent hvorki né. Þá eru íbúar höfuðborgarsvæðisins hlynntari 22 vikna viðmiðinu en íbúar á landsbyggðinni. 57 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu er hlynnt, 30 prósent andvíg og 13 prósent hvorki né. 38 prósent íbúa á landsbyggðinni eru hlynnt viðmiðinu, 43 prósent andvíg og 19 prósent hvorki né. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. – 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku rúmlega 90 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira