Íslenskir hjúkrunarfræðingar í 100 ár á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:16 Þær voru ekki margar, konurnar sem hittust í bakherbergi í Fjalarkettinum í Reykjavík eitt nóvemberkvöld fyrir tæpri öld og ákváðu að stofna félag. Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa lagt stund á hjúkrun eða starfað við umönnun sjúklinga og var tilgangur félagsins að hjálpa stúlkum sem vildu fullnuma sig í hjúkrun en fyrstu tvö ár námsins gátu þær lært hér heima en síðasta árið í Danmörku. Hugsjónin um góða menntun hjúkrunarkvenna varð kveikjan að fyrsta félagi hjúkrunarkvenna, síðar hjúkrunarfræðinga og allar götur síðan hafa hjúkrunarfræðinga unnið að því að hjúkrunarmenntun sé í hæsta gæðaflokki hér á landi og hefur sem dæmi hjúkrunarfræði verið kennd á háskólastigi frá 1973. Það hefur orðið raunin enda er t.d. hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar í ár hundrað ára afmæli en félagið er eitt elsta fag- og stéttarfélag kvenna hér á landi. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá stofnun félagsins, hefur það alla tíð barist fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum fyrir hjúkrunarfræðinga en 97% þeirra eru konur. Þeirri baráttu er alls ekki lokið og skýtur að vissu leyti skökku við þar sem Ísland er talið það land sem stendur hvað fremst á heimsvísu þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. Hjúkrunarfræðingar hafa þó áorkað miklu í íslensku heilbrigðikerfi og átt ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu landsmanna. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og hafa oft verið nefndir hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, fylgja landsmönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim á jafnvel þeirra bestu og verstu stundum lífsins. Þó mikið hafi áunnist í viðurkenningu á störfum hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi erum við enn eftirbátar annarra framsækinna þjóða. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett fram eindregin tilmæli um að framlag hjúkrunarfræðinga sé styrkt enn frekar með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu. Leiðtogar heimsins hafa verið hvattir til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. Til að vekja enn frekari athygli á mikilvægi málsins mun WHO helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) síðustu tvö ár eru á sömu nótum. Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi, skilar sömu gæðum og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og styttri biðtíma. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld, því með auknu vægi hjúkrunar geta þau tryggt fjárhaglega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu en veitt er í dag. Í tilefni af aldarafmælinu mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna árinu áfram með ýmsum viðburðum. Á morgun, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni verður haldin messa í Grafarvogskirkju þar sem hjúkrunarfræðinga munu taka virkan þátt í athöfninni. Einnig má þar nefna sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð sem haldin verður í Árbæjarsafni og er öllum landsmönnum opin. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní en þessi dagur er merkilegur í sögu hjúkrunarfræðinga því á þeim degi árið 1933 undirritaði Kristján X. hjúkrunarkvennalög sem gerðu starf hjúkrunarkvenna á Íslandi lögverndað. Sérstök fjölskylduhátíð verður fyrir landsmenn 15. ágúst en sýningin mun standa fram í október 2019. Jafnframt verður ráðstefna, Hjúkrun 2019, haldin á Akureyri 26. -27. september með yfirskriftinni Framtíð, frumkvæði og forvarnir Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?Ljóst er að margt hefur áunnist á síðustu 100 árum en áfram mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í og hafa frumkvæði að umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi. Til hamingju kæru hjúkrunarfræðingar.Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þær voru ekki margar, konurnar sem hittust í bakherbergi í Fjalarkettinum í Reykjavík eitt nóvemberkvöld fyrir tæpri öld og ákváðu að stofna félag. Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa lagt stund á hjúkrun eða starfað við umönnun sjúklinga og var tilgangur félagsins að hjálpa stúlkum sem vildu fullnuma sig í hjúkrun en fyrstu tvö ár námsins gátu þær lært hér heima en síðasta árið í Danmörku. Hugsjónin um góða menntun hjúkrunarkvenna varð kveikjan að fyrsta félagi hjúkrunarkvenna, síðar hjúkrunarfræðinga og allar götur síðan hafa hjúkrunarfræðinga unnið að því að hjúkrunarmenntun sé í hæsta gæðaflokki hér á landi og hefur sem dæmi hjúkrunarfræði verið kennd á háskólastigi frá 1973. Það hefur orðið raunin enda er t.d. hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar í ár hundrað ára afmæli en félagið er eitt elsta fag- og stéttarfélag kvenna hér á landi. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá stofnun félagsins, hefur það alla tíð barist fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum fyrir hjúkrunarfræðinga en 97% þeirra eru konur. Þeirri baráttu er alls ekki lokið og skýtur að vissu leyti skökku við þar sem Ísland er talið það land sem stendur hvað fremst á heimsvísu þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. Hjúkrunarfræðingar hafa þó áorkað miklu í íslensku heilbrigðikerfi og átt ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu landsmanna. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og hafa oft verið nefndir hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, fylgja landsmönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim á jafnvel þeirra bestu og verstu stundum lífsins. Þó mikið hafi áunnist í viðurkenningu á störfum hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi erum við enn eftirbátar annarra framsækinna þjóða. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett fram eindregin tilmæli um að framlag hjúkrunarfræðinga sé styrkt enn frekar með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu. Leiðtogar heimsins hafa verið hvattir til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. Til að vekja enn frekari athygli á mikilvægi málsins mun WHO helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) síðustu tvö ár eru á sömu nótum. Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi, skilar sömu gæðum og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og styttri biðtíma. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld, því með auknu vægi hjúkrunar geta þau tryggt fjárhaglega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu en veitt er í dag. Í tilefni af aldarafmælinu mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna árinu áfram með ýmsum viðburðum. Á morgun, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni verður haldin messa í Grafarvogskirkju þar sem hjúkrunarfræðinga munu taka virkan þátt í athöfninni. Einnig má þar nefna sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð sem haldin verður í Árbæjarsafni og er öllum landsmönnum opin. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní en þessi dagur er merkilegur í sögu hjúkrunarfræðinga því á þeim degi árið 1933 undirritaði Kristján X. hjúkrunarkvennalög sem gerðu starf hjúkrunarkvenna á Íslandi lögverndað. Sérstök fjölskylduhátíð verður fyrir landsmenn 15. ágúst en sýningin mun standa fram í október 2019. Jafnframt verður ráðstefna, Hjúkrun 2019, haldin á Akureyri 26. -27. september með yfirskriftinni Framtíð, frumkvæði og forvarnir Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?Ljóst er að margt hefur áunnist á síðustu 100 árum en áfram mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í og hafa frumkvæði að umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi. Til hamingju kæru hjúkrunarfræðingar.Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar