Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. maí 2019 12:00 Andrade gefur Rose Namajunas rós. Vísir/Getty UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt. MMA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira
UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. Strávigtarmeistarinn Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl í fyrra. Það var hennar fyrsta titilvörn en í hennar næstu titilvörn mætir hún hinni brasilísu Jessica Andrade í Brasilíu. ‘Thug Rose’ kom verulega á óvart þegar hún rotaði Joanna Jedrzejczyk í nóvember 2017 og vann beltið. Það var hennar fyrsta rothögg á ferlinum en fram að því hafði hún helst verið þekkt fyrir tilþrif í gólfglímunni. Þær mættust aftur í apríl 2018 og gekk ýmislegt á fyrir þann bardaga sem kom þó Namajunas ekkert við. Tveimur dögum fyrir bardagakvöldið ákvað Conor McGregor að ráðast á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov eins og frægt er. Namajunas var í rútunni og var hún í áfalli eftir árás Conor. Litlu munaði að hún myndi hætta við bardagann en hélt þó áfram og átti frábæra frammistöðu gegn Jedrzejczyk. Namajunas lenti í mörgum áföllum í æsku og átti erfitt með að vinna úr árás Conor McGregor. Namajunas fór ekki úr húsi lengi og var einnig að glíma við meiðsli sem héldu henni frá búrinu. Núna fer hún inn í erfiðar aðstæður gegn hættulegum andstæðingi. Namajunas mætir Jessicu Andrade og eru brasilísku aðdáendurnir þekktir fyrir að láta vel í sér heyra í höllinni og ekkert alltaf á jákvæðu nótunum í garð utanaðkomandi bardagamanna. Trevor Wittman, yfirþjálfari Namajunas, vildi ekki sjá Namajunas fara til Brasilíu til að verja titilinn en Namajunas var sjálf óhrædd við að samþykkja að fara í fjandsamlegar aðstæður. Andrade er grimm í búrinu og er sigurstranglegri hjá veðbönkum. Andrade er aðeins með eitt tap í strávigtinni gegn fyrrnefndri Jedrzejczyk en það var fyrri titilbardaganum hennar. Núna fær hún annað tækifæri á beltinu og gæti þetta orðið virkilega skemmtilegur bardagi. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og eru nokkrar gamlar kempur sem berjast á kvöldinu. Anderson Silva mætir Jared Cannonier í næstsíðasta bardaga kvöldsins og Jose Aldo mætir Alex Volkanovski í mikilvægum bardaga í fjaðurvigt.
MMA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Sjá meira